Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hrísgrjónaakur í Japan. Hnattræn hlýnun hefur leitt af sér lakari uppskeru.
Hrísgrjónaakur í Japan. Hnattræn hlýnun hefur leitt af sér lakari uppskeru.
Mynd / ál
Utan úr heimi 3. júlí 2025

Hiti ógnar hrísgrjónarækt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Koshihikari, sem er vinsælasta hrísgrjónayrkið í Japan, hefur þrifist illa á heitum sumrum og birgðir í landinu eru litlar. Unnið er að kynbótum til að bregðast við hnattrænni hlýnun.

Í Japan eru háir verndartollar til þess að vernda innlenda hrísgrjónaframleiðslu. Erfitt reyndist að anna eftirspurn með uppskeru síðasta árs og bar á tómum hillum í verslunum. Stjórnvöld hafa sótt í neyðarbirgðir til að bregðast við skorti. Frá þessu er greint í New York Times.

Efnahagurinn í landbúnaðarhéraðinu Niigata byggist að mestu leyti á hrísgrjónarækt. Á síðasta ári voru eingöngu fimm prósent Koshihikari-uppskerunnar í hæsta gæðaflokknum, sem selst fyrir betra verð. Að jafnaði hafa meira en 80 prósent framleiðslunnar í Niigata verið af hæstu gæðum.

Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins í Niigata vinnur nú að þróun nýs yrkis sem getur komið í staðinn fyrir Koshihikari. Á það að þola það hitastig sem gera má ráð fyrir í lok aldarinnar, en síðasta sumar var meðalhitinn í Niigata rúmar 30 gráður, sem er tíu gráðum yfir kjörhita hrísgrjónaræktunar.

Shinnosuke nefnist eitt af þeim yrkjum sem hafa komið úr þeirri vinnu. Hefur það gefið góða raun og stóð það af sér hitabylgju síðasta sumars. Það er hins vegar ekki með eins mikið þol gagnvart sveppasýkingum og eru neytendur hrifnari af Koshihikari-grjónum.

Margir bændur eru ekki hrifnir af því að skipta Koshihikari út fyrir Shinnosuke þar sem bragðgæði þess síðarnefnda þykja ekki fullnægjandi. Er því unnið að því að þróa fyrrnefnda yrkið á þann hátt að það þoli meiri hita. Vísindamenn við Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins í Niigata segjast hafa náð að einangra gen sem gera hrísgrjón hitaþolin, en það tekur tíu til fimmtán ár að þróa yrki.

Skylt efni: Japan | hrísgrjónarækt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...