Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Himbrimi
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðavatna. Fullorðinn fugl getur verið allt að 3,5 kg. Hann er einn af tveimur tegundum brúsa sem verpa hér á Íslandi en frændi hans, lómurinn, er mun minni. Brúsar eru mjög fimir sundfuglar og miklir kafarar. Fæturnir eru mjög aftarlega á búknum sem gerir þá afar sérhæfða vatnafugla, geta kafað djúpt og langt eftir fiskum. Þetta gerir það að verkum að þeir eru eiginlega frekar vonlausir á landi og geta ekki gengið heldur ýta sér áfram á maganum. Þeir koma ekki á land nema til að verpa og verpa þá alveg við vatnsbakkann til að geta auðveldlega spyrnt sér út í vatnið aftur. Himbrimar eru líka nokkuð þungir til flugs, vængjatökin eru kraftmikil og hávær. Þegar þeir lenda þá lækka þeir flugið rösklega, lenda á maganum og renna sér eftir vatninu. Himbrimar eru nokkuð plássfrekir, þeir helga sér óðöl á varptímum og reka aðra himbrima í burtu. Nánast undantekningarlaust er bara pláss fyrir eitt par á minni vötnum og eingöngu á stærstu vötnum þar sem finna má fleiri en eitt verpandi par.

Skylt efni: fuglinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...