Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hið ómögulega
Mynd / smh
Skoðun 13. júní 2017

Hið ómögulega

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er athyglisvert að fylgjast með þróun verslunar á Íslandi þessa dagana. Þar er eitthvað að gerast sem okkur hefur verið talin trú um að væri utan marka þess mögulega.
 
Fyrir skömmu var opnuð stórverslun í Garðabæ frá Costco Wholesale Corporation. Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 1983 í Seattle í Bandaríkjunum. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að allar verslanir Costco byggi á meðlimaaðild. 
 
Þegar verslunin í Garðabæ var opnuð undir lok maí var engu líkara en Íslendingar hefðu aldrei séð dagvöruverslun fyrr. Allar götur síðan hefur nánast verið fullt út úr dyrum og öll bílastæði á stóru svæði, líka hjá stórverslun IKEA, hafa verið troðfull af bílum viðskipavina Costco. 
 
Talsmenn verslunar á Íslandi og einkum fulltrúar Samtaka verslunar og þjónustu hafa af kurteisi sagst fagna þessari nýju samkeppni. Samt dylst engum að mikill órói er hjá eigendum gömlu verslanarisanna á íslenska markaðnum. Hjá flestum verslunum hefur tilkoma Costco haft þau áhrif að verð hefur verið lækkað á ýmsum varningi, jafnvel um tugi prósenta. Eitthvað sem alla tíð hefur verið fullyrt við neytendur að væri ómögulegt. Því hefur gjarnan verið borið við að smæð íslenska markaðarins kallaði á hærra vöruverð, einnig dýrir flutningar og fjarlægð frá helstu viðskiptalöndum.
 
Í mörg undanfarin ár hafa samtök verslunarinnar hamast í fjölmiðlum við að „upplýsa“ fávísa alþýðu landsins um að helsta ástæðan fyrir háu matvöruverði væri ómögulegt landbúnaðarkerfi, hátt verð frá bændum og það sem sumir hafa kallað ofurtolla á matvæli. Reynt hefur verið að telja almenningi trú um að kerfið á Íslandi væri einstakt hvað þetta varðar. Upplýstir neytendur vita þó mæta vel að sambærilegt fyrirkomulag er haft á hvað varðar  stuðning við innlenda matvælaframleiðslu í öllum okkar helstu viðskiptalöndum.  
 
Talsmönnum verslunarinnar hefur á liðnum árum tekist að knýja fram tollaniðurfellingar á ýmsum vörum. Þrátt fyrir það gekk ansi hægt að skila lækkuðu innkaupsverði sem þar fékkst áfram til neytenda. Var þar ýmsu borið við, eins og lagerstöðu og ýmsum innlendum kostnaðarþáttum. Í allri þeirri orðræðu hafa menn samt forðast í lengstu lög að ræða kostnað vegna mikillar yfirbyggingar í íslenskum verslunum og kostnað við óhóflegt verslunarhúsnæði. Á þessum forsendum hefur verslun á Íslandi haldið uppi háu vöruverði með miklu hærri álagningu en eðlilegt getur talist. Þetta er nú að koma í bakið á íslensku verslunarrisunum um leið og erlend verslunarkeðja sýnir fram á að álagning þarf ekki að vera í hundruðum prósenta. Forsvarsmenn verslunar á Íslandi hafa með sinni óbilgirni verið besta auglýsingin fyrir Costco sem hugsast getur. 
 
Viðbrögð sumra verslunareigenda hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum verið að sniðganga íslenska birgja sem voga sér að eiga viðskipti við Costco. Neytendur hafa því orðið varir við að ákveðin vörumerki sjást ekki lengur í sumum verslunum. 
 
Costco selur matvörur eins og margt annað. Þar er m.a. á boðstólum kjöt frá íslenskum bændum, oft að því er virðist á þokkalegu verði. Þar eru líka á boðstólum lyf á verði sem Íslendingar hafa aldrei áður kynnst í innlendum apótekum. Vondir bændur og vont landbúnaðarkerfi á Íslandi, vondir tollar og lítill markaður eru því greinilega ekki ástæðan fyrir því að Costco getur boðið mun lægra verð á flestum vöruflokkum en kollegar þeirra á Íslandi. Kannski íslenskir stórkaupmenn fari að átta sig á því að það dugar heldur ekki lengur að kenna íslenskum landbúnaði um hátt matvælaverð á Íslandi. 
Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...