Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir að taka heysýni.
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir að taka heysýni.
Á faglegum nótum 17. september 2014

Heysýnataka og fóðuráætlanir

Höfundur: Jóna Þórunn Ragnarsdóttir

Nú hafa fóðurráðgjafar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins farið um víðan völl í heysýnatöku. Starfið hófst á Suðurlandi upp úr miðjum ágúst og alls er búið að fara á um 100 bæi á öllu landinu til heysýnatöku.

RML býður einnig upp á fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýrnar, en nú er mikill skortur á mjólk og því kjörið tækifæri til að nýta gróffóðuruppskeru sumarsins sem best.

Ráðgjafarpakkarnir eru tveir; Stabbi og Stæða. Stabbi nær yfir 8 tíma vinnu ráðunauts, en í honum er fóðuráætlanagerð, eftirfylgniheimsókn og vöktun verðefnainnihalds og nytja kúnna. Stæða er víðtækari ráðgjafarlausn (18 tímar) og inniheldur eina heimsókn til viðbótar, beitaráætlanagerð, úrlausnir við fóðrun, aðstoð við heilfóðurgerð, mat á fóðuröflun auk mats á holdafari og ástandi gripa. Þess að auki býður RML upp á sérsniðar pakkalausnir við fóðurráðgjöf, s.s. aðstoð við uppsetningu fóðurtaflna í mjaltaþjónum, einfalda heysýnatúlkun og almenna fóðurráðgjöf hvort sem gripirnir heita hross, sauðfé eða minkur og svo framvegis.

Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Fóðrun
hjá RML jona@rml.is

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...