Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina og biðu þess að koma heyinu í skip í Reykjavík sem sigldu til Austurlands. Höfðu heyflutningar staðið yfir veturinn 1965-1966, en segir í tölublaði Freys í desember árið 1969 að „Síðla vetrar, árið 1965, voru svellalög víða um land, einkum þó um austanvert landið. Til viðbótar ríkti svo mikill loftkuldi, sérstaklega um Austurland, allt fram um sólstöður. Var á vordögum ljóst, að dauðkalin jörð og sprettuleysi, allt frá Þistilfirði suður i Hornafjörð, og nokkuð utan þeirra marka, mundi valda stórfelldum hnekki á búskap bænda ef ekkert yrði að gjört.“ Vegna þessa tók Stéttarsamband bænda þá ákvörðun, að vegna þess hve naumur sauðgróður þar eystra var, skyldi flytja hey af nægtum Sunnlendinga austur, frekar en að kaupa erlenda fóðurvöru. Samanlagt voru um 3.800 lestir heys fluttar með bæði skipum og bílum, en bendir niðurlag greinarinnar í Frey til þess að ekki hafi verið um ákjósanlega vinnslu verks að ræða: „Eitt skal fullyrt, að flutningar á heyi með bílum og skipum á svipaðan hátt og gerðist veturinn 1965-66, verður aldrei endurtekinn. Aðrar og hagkvæmari aðferðir til þess að fullnægja fóðurþörf hljóta að verða nærtækari ef álíka atburðir herja búskap bænda öðru sinni.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...