Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Heydreifikerfi
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Líf og starf 5. febrúar 2025

Heydreifikerfi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Heydreifikerfi á bænum Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Heydreifikerfi urðu vinsæl á níunda áratugnum og þóttu eitt mætasta tækið í tæknilegri framþróun. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði vaðið fyrir neðan sig og birti grein í blaðið Feyki árið 1987 með titlinum „Hættur af rafmagni samfara heyverkun“. Þar kom m.a. fram: „Ef heydreifikerfi er notað við hirðingu, þarf að hafa góða gát á blástursrananum, sem dregst sundur og saman samkvæmt kerfi, sem búnaðurinn er tengdur. Utan á rananum liggur raflögnin í lykkjum. Til styrktar rananum eru vírlykkjur, sem einnig hreyfast með honum. Fyrir kemur, að raflögnin flækist í vírlykkjunum með þeim afleiðingum að hún skaddast eða slitnar.“ Mikið var um tölvutengdar nýjungar á þessum árum og kynnir eitt fremsta innflutnings- og þjónustufyrirtæki markaðarins, Globus, sjálfvirkt heydreifikerfi á síðum Tímans árið 1980. Í kynningunni var sérstaklega tekið fram að „þetta tölvustýrða heydreifikerfi sem er það fullkomnasta á markaðnum er fyrir allar stærðir af hlöðum“.

Torfalækjarhreppur var annars sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 2005 er það sameinaðist nokkrum öðrum hreppum sýslunnar í Húnavatnshreppi. Í bókinni Úr sveitinni, Saga og ábúendur Torfalækjarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu, má vel fræðast um staðinn sem státar af hvorki meira né minna en
fimmtán manns sem fengið hafa fálkaorðuna. Geri aðrir betur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...