Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hestanafnavísur á hársnyrtistofu á Selfossi
Fréttir 24. febrúar 2016

Hestanafnavísur á hársnyrtistofu á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Á hársnyrtistofunni Österby við Austurveginn á Selfossi er stórt spjald á stofunni með vísum sem samsettar eru af hestanöfnum. 
 
„Nöfnin vekja alltaf mikla athygli á meðan viðskiptavinir sitja í stólnum og spinnast oft skemmtilegar umræður um nöfnin á hestunum, þetta gefur lífinu lit og er skemmtilegt á stofunni,“ segir eigandi stofunnar, Björgvin Ragnar Emilsson.
 
Guðni B. Guðnason, fyrrverandi starfsmaður Kaupfélags Árnesinga, tók nöfnin saman og setti þau upp á þennan skemmtilega hátt. 
 
Hestar
 
Glaumur, Ímir Gyllir, Hlýr
Gellir, Þrymur, Ljómi,
Hjörvi, Kjarri, Hrímnir, Ýr,
Hvati, Þjasi, Sómi.
 
Gauti Hringur, Glymur, Blær,
Gneisti, Dofri, Rökkvi,
Loki, Váli, Lotti, Snær,
Lokkur, Roði, Nökkvi.
 
Álmur, Mispill, Ölur, Reyr,
Elri, Burkni, Hlynur,
Heggur, Sópur, Hjálmur, Eir
Hnoðri, Drapi, Þinur.
Víðir, Smári, Vönndur, Gnýr,
Vingull, Toppur, Kvistur,
Askur, Laukur, Einir, Týr,
Yllir, Spori, Þristur.
 
Kain, Hebron, Kóri, Skjór,
Kenan, Jari, Sídon,
Enos, Leví, Abel, Þór,
Aron, Jafet, Gídon.
 
Nói, Babel, Falur, Frár,
Faró, Þytur, Starri,
Garpur, Máni, Grani, Skjár,
Gammur, Munninn, Harri.

Merar

Auðna, Telma, Íma, Gná,
Árna, Gnepja, Hála,
Hæra, Ólga, Bryðja, Brá,
Bára, Drífa, Fála.
 
Gnissa, Herkja, Gríma, Sjöfn,
Geitla, Ysja, Ekla,
Snotra, Ketla, Snekkja, Dröfn,
Sóta, Þrúður, Hekla.
 
Flétta, Selja, Fífa, Lind,
Fjóla, Glitbrá, Smæra,
Gljárós, Selja, Gullbrá, Rind,
Gullrós, Bjalla, Hæra.
Vordís, Sóley, Vínrós, Þöll,
Viðja, Bergnál, Mura,
Blæösp, Tinna, Bjalla, Mjöll,
Brana, Lilja, Fura.
 
Lena, Fluga, Lotta, Blíð,
Ljóska, Þruma, Gola,
Bela, Hugljúf, Þerna, Þýð,
Þota, Gjóska, Kola.
 
Lóa, Vepja, Rjúpa, Rönd,
Rita, Assa, Kría, 
Álka, Teista, Ugla, Önd,
Erla, Svala, Bría.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...