Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hestanafnavísur á hársnyrtistofu á Selfossi
Fréttir 24. febrúar 2016

Hestanafnavísur á hársnyrtistofu á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Á hársnyrtistofunni Österby við Austurveginn á Selfossi er stórt spjald á stofunni með vísum sem samsettar eru af hestanöfnum. 
 
„Nöfnin vekja alltaf mikla athygli á meðan viðskiptavinir sitja í stólnum og spinnast oft skemmtilegar umræður um nöfnin á hestunum, þetta gefur lífinu lit og er skemmtilegt á stofunni,“ segir eigandi stofunnar, Björgvin Ragnar Emilsson.
 
Guðni B. Guðnason, fyrrverandi starfsmaður Kaupfélags Árnesinga, tók nöfnin saman og setti þau upp á þennan skemmtilega hátt. 
 
Hestar
 
Glaumur, Ímir Gyllir, Hlýr
Gellir, Þrymur, Ljómi,
Hjörvi, Kjarri, Hrímnir, Ýr,
Hvati, Þjasi, Sómi.
 
Gauti Hringur, Glymur, Blær,
Gneisti, Dofri, Rökkvi,
Loki, Váli, Lotti, Snær,
Lokkur, Roði, Nökkvi.
 
Álmur, Mispill, Ölur, Reyr,
Elri, Burkni, Hlynur,
Heggur, Sópur, Hjálmur, Eir
Hnoðri, Drapi, Þinur.
Víðir, Smári, Vönndur, Gnýr,
Vingull, Toppur, Kvistur,
Askur, Laukur, Einir, Týr,
Yllir, Spori, Þristur.
 
Kain, Hebron, Kóri, Skjór,
Kenan, Jari, Sídon,
Enos, Leví, Abel, Þór,
Aron, Jafet, Gídon.
 
Nói, Babel, Falur, Frár,
Faró, Þytur, Starri,
Garpur, Máni, Grani, Skjár,
Gammur, Munninn, Harri.

Merar

Auðna, Telma, Íma, Gná,
Árna, Gnepja, Hála,
Hæra, Ólga, Bryðja, Brá,
Bára, Drífa, Fála.
 
Gnissa, Herkja, Gríma, Sjöfn,
Geitla, Ysja, Ekla,
Snotra, Ketla, Snekkja, Dröfn,
Sóta, Þrúður, Hekla.
 
Flétta, Selja, Fífa, Lind,
Fjóla, Glitbrá, Smæra,
Gljárós, Selja, Gullbrá, Rind,
Gullrós, Bjalla, Hæra.
Vordís, Sóley, Vínrós, Þöll,
Viðja, Bergnál, Mura,
Blæösp, Tinna, Bjalla, Mjöll,
Brana, Lilja, Fura.
 
Lena, Fluga, Lotta, Blíð,
Ljóska, Þruma, Gola,
Bela, Hugljúf, Þerna, Þýð,
Þota, Gjóska, Kola.
 
Lóa, Vepja, Rjúpa, Rönd,
Rita, Assa, Kría, 
Álka, Teista, Ugla, Önd,
Erla, Svala, Bría.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...