Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Edda Rún Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn LH og tekur þátt í skipulagningu Uppskeruhátíðarinnar, og með henni á myndinni er systir hennar, Jóna Margrét Ragnarsdóttir.
Edda Rún Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn LH og tekur þátt í skipulagningu Uppskeruhátíðarinnar, og með henni á myndinni er systir hennar, Jóna Margrét Ragnarsdóttir.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 13. nóvember 2023

Hestamenn rífa upp stemninguna

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Uppskeruhátíð hestamanna hefur verið haldin árlega af Lands- sambandi hestamannafélaga (LH) og Félagi hrossabænda.

Þátttaka hefur verið dræm síðastliðin ár en nú stendur til að rífa upp stemninguna.

Til margra ára voru uppskeru­hátíðir hestamanna haldnar við góðar undirtektir í glæsilegum veislusal Hótel Broadway en eftir að staðnum var breytt hefur uppskeruhátíðin verið á hálfgerðum hrakhólum. Til nokkurra ára var hátíðin haldin í veislusal Gullhamra en ekki hefur náðst að búa til sambærilega stemningu þar líkt og áður var.

Á uppskeruhátíðum hafa hesta- menn komið saman og glaðst ásamt því að þeir knapar og hrossaræktarbú sem skarað hafa fram úr á árinu hafa verið veittar viðurkenningar fyrir glæstan árangur.

Skipulagning uppskeruhátíðar hestamanna er hafin og fyrir undirbúningsnefnd fer Edda Rún Ragnarsdóttir, stjórnarmaður LH. „Uppskeruhátíð hestamanna fer fram 18. nóvember í Gamla bíói. Snillingarnir Jógvan og Friðrik Ómar munu veislustýra og þeir hafa lofað að það verði mikið hlegið. Ásamt því munum við bjóða upp á þriggja rétta kvöldverð. Svo mun Sigga Beinteins trylla lýðinn ásamt DJ Atla sem skemmtir fram á kvöld.“

Edda segir að stefnan sé að færa hátíðina í nýjan búning en þó að halda í gömlu góðu hefðirnar sem hafa skapast. „Okkur langar að koma uppskeruhátíð hestamanna á þann stall sem áður var, það mun örugglega taka smá tíma, en við vonum innilega að hestamenn séu til í þetta verkefni með okkur. Það væri gaman að sameinast og gleðjast yfir góðum árangri okkar hestamanna á liðnu tímabili.“

Verðlaun hátíðarinnar í ár verða stórglæsileg, sérhönnuð af Inga í Sign. Miðaverði er stillt í hóf og er miðasala hafin á lhhestar.is.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...