Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
"Hamarsdalur er margfalt verðmætari fyrir komandi kynslóðir eins og hann er."
"Hamarsdalur er margfalt verðmætari fyrir komandi kynslóðir eins og hann er."
Mynd / Stefán Skafti Steinólfsson
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Höfundur: Stefán Skafti Steinólfsson

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherra að færa hugmyndir virkjun í Hamarsdal í Suður Múlasýslu úr verndarflokki í biðflokk.  Þvert á skýr rök faghópa rammaáætlunar.  Eftir áratuga umsátur um náttúru Hamarsdals hillti loks undir friðlýsingu en þá heggur sá er hlífa skyldi.  Undarlegt er að ráðast gegn faglegri vinnu faghópa rammaáætlunar sem sett var á fót til að vinna faglega að þá kosti sem eru til umfjöllunar.  Engu líkara er að ráðherra vilji hrifsa völdin og stýra með handafli. Reka flein í þjóðina og skapa ófrið um náttúruvernd.  Og í nafni orkuskipta, en fyrir hverja. 

Sorglegt er að sjá afgreiðslur meirihluta sveitarstjórna í Múlaþingi,Fjarðarbyggð og Sveitarfélaginu Hornafirði. Hafa fulltrúar gert sér grein fyrir því að það er enginn raforkuskortur í fjórðungnum. Þar ríkir einungis dreifingarvandi,líkt og kom vel í ljós liðinn vetur á t.d. Stöðvarfirði.  Hvergi á byggðu bóli er framleitt meira af rafmagni pr íbúa en á austurlandi.  Því spyr ég: Hversvegna ætti að ganga að einstakri náttúru Hamarsdals til að skaffa fyrirhuguðu vindorkuveri í Fljótsdal jöfnunarorku ? Og er auk þess erlent fyrirtæki í meirihlutaeigu franskra aðila.   Eru kjörnir fulltrúar í meirihluta þessara sveitarfélaga búnir að missa jarðtenginguna ? Trúa menn því að fyrirtækið sé að virkja með umhyggju íbúanna að leiðarljósi?   Þetta eru óafturkræfar aðgerðir í fallegur dal að reisa 50 metra háar stíflur og skera dalinn með vegum og uppistöðulónum. Sviðinhornahraun á skilið vernd.

Óbyggð víðerni njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Fyrirhuguð virkjun myndi raska votlendi,stöðuvötnum og tjörnum samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Sviðinhornahraun er einstakt víðerni sem ber að vernda. Ísland býr yfir fágætum víðernum í Evrópu.  Að eyðileggja ósnortna náttúru,fossaraðir og gróður ásamt því að reisa 50 metra háar stíflur er umhverfishryðjuverk í fallegum dal. Hættan er eins og dæmin sanna að þegar búið er að raska þá er þrýstingur á meira rask og meiri græðgi á kostnað náttúrunnar.

Ísland ber ábyrgð á verndum víðerna og að fylgja Árósasamningnum. Ekki er hægt að taka undir þau rök að betra verði að fara um dalinn.  Auðvelt er að komast um dalinn að hluta og slóðar fyrir útbúna jeppa víða. Slóðar Hreindýraveiðimanna. En síðast en ekki síst eru um 15 km af dalnum ósnortnir og eru mikill fjársjóður sem slíkur. Enda er helsti vaxtarbroddur okkar ferðaþjónusta á svo margan hátt. Vel er hægt að sjá fyrir sér einstakar gönguleiðir milli Fljótsdals og Hamarsdals sem var samgönguleið fyrr á öldum. Tengingin við Fossárdal og Geithellnadal er heillandi.

Hamarsdalur er margfalt verðmætari fyrir komandi kynslóðir eins og hann er. Fórnum ekki okkar auðæfum í stundargróða með ófyrirséðum skaða á náttúrunni.  Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að verja Hamarsdal og skila inn umsögnum í samráðsgátt. Ferlið er auðvelt inn á island.is.

Virðingarfyllst.

Höfundur er félagi í Náttaust og ættaður úr Hamardal.

Skylt efni: náttúruvernd | austurland

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...