Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landssambands kúabænda
Fréttir 6. nóvember 2020

Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landssambands kúabænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Herdís Magna Gunnarsdóttir hefur verið kosinn formaður Landssambands kúabænda. Hún fékk 24 atkvæði en mótframbjóðandi hennar Þröstur Aðalbjarnarson 4 atkvæði.

Herdís Magna ólst upp á Egilsstaðabúinu en hélt 16 ára gömul til náms við Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hún lauk stúdentsprófi.

Hún sagði í viðtali við Bændablaðið fyrir nokkrum árum að hún vissi alltaf að hún yrði bóndi.

„Ég var svolítið áttavillt eftir stúdentsprófið og reyndi fyrir mér á ýmsum stöðum, en innst inni vildi ég líklega alltaf verða bóndi,“ segir hún. Fyrst lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem viðskiptafræði varð fyrir valinu.

„Ég þraukaði þar einn vetur, en vissi allan tímann að þetta var ekki mín hilla í lífinu, ég myndi aldrei endast til að sitja inni á skrifstofu og rýna í tölur alla daga.  En það er auðvitað ágætt að hafa fengið smá innsýn í bókhald og þess háttar, það kemur að gagni þegar verið er að reka stórt kúabú,“ segir Herdís.  

Næst hélt hún heim að Hólum þar sem hún nam einn vetur í hestafræðideildinni við Háskólann á Hólum en hélt náminu áfram á Hvanneyri og lauk prófi í hestafræðum sem áðurnefndir skólar bjóða upp á í sameiningu. Samhliða lauk hún BS-prófi í búvísindum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...