Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Svona munu herbergin líta út.
Svona munu herbergin líta út.
Mynd / HKr.
Líf og starf 27. júní 2016

Herbergjum fjölgað um 27 á Hótel Sögu

Nú stendur yfir lokafrágangur á breytingum á þriðju hæð í norðurálmu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Þar er verið að búa til 27 ný gistiherbergi sem smíðuð eru inn í 1.000 fermetra fyrrverandi skrifstofurými. 
 
Herbergin verða öll hin glæsilegustu og eftir breytingarnar eykst herbergjafjöldinn úr 209 í 236. Það er JÁVERK á Selfossi sem annast breytingar á hæðinni, en arkitekt er Ögmundur Skarphéðinsson hjá Hornsteinum arkitektum. Verkfræðiráðgjöf hefur verið í höndum VERKÍS. 
 
Gert er ráð fyrir að herbergin verði tekin í notkun fyrri hluta júlímánaðar og liggur þegar fyrir fjöldi bókana. Framkvæmdatíminn við breytingarnar hefur verið mjög knappur, eða einungis um 6 mánuðir.  
Elías Blöndal, framkvæmdastjóri Bændahallarinnar ehf., sem er eigandi hótelbyggingarinnar, segir að framkvæmdir hafi gengið afar vel. Lögð sé mikil áhersla á að skipta við innlenda hönnuði og verktaka og eru allar innréttingar smíðaðar hér á landi. Þá var haft í huga að velja einungis vönduð efni við breytingarnar. Áhersla hefur einnig verið lögð á sjálfbærni, heiðarleika í viðskiptum og samfélagslega ábyrgð.
 
Þá er upprunaleg hönnun Hótel Sögu höfð til hliðsjónar. Meira að segja var leitað í smiðju Halldórs Jónssonar arkitekts, sem teiknaði fyrri áfanga Bændahallarinnar. Hann hannaði nefnilega stólana í bygginguna á sínum tíma og er sú hönnun nú notuð aftur og voru stólarnir að sjálfsögðu smíðaðir á Íslandi. Verða tveir slíkir í hverju herbergi.  
 
Þá verða á herbergjunum  myndir Lothar Grund úr upprunalega bæklingnum sem gerður var um Sögu. Hann gerði einnig stjörnumerkin sem eru í loftinu á Grillinu.  
 
Skipt var um allt gler á hæðinni og var það unnið hjá Samverki glerverksmiðju á Hellu. Er glerið sérstaklega valið með orkusparnað og hljóðvist í huga. Fyrirhugað er að nota sams konar gler þegar gler í öðrum hlutum hótelsins verður endurnýjað. 
 
Áhersla er lögð á heildarsvip hótelsins og gerð stefnumörkun um endurnýjun og viðhald á öðrum herbergjum. Haft hefur verið í huga tenging við söguna og landbúnað. Unnið hefur verið að margvíslegum öðrum verkefnum á hótelinu að undanförnu og fleira er á döfinni. Þar má t.d. nefna:
  • Ný matstofa starfsmanna Bændahallarinnar á 2. hæð, sem tekin var í notkun í byrjun þessa árs.
  • Endurnýjun gluggakerfis og annað viðhald utanhúss.
  • Uppfærsla á öðrum hótelherbergjum.
  • Hugmyndir um endurnýjun 1. hæðar.
  • Hugmyndir um fleiri ný hótelherbergi.
  • Endurnýjun innviða.

6 myndir:

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...