Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Héraðsritið Húni
Lesendarýni 5. janúar 2024

Héraðsritið Húni

Höfundur: Ólafur R. Dýrmundsson (oldyrm@gmail.com)

Nokkur vönduð héraðsrit eru gefin út víða um landið, svo sem Breiðfirðingur, Goðasteinn í Rangárþingi, Húnavaka í Austur-Húnavatnssýslu og Húni í Vestur- Húnavatnssýslu og verður það síðastnefnda kynnt hér í stuttu máli.

Ólafur R. Dýrmundsson.

Ungmennasamband Vestur- Húnvetninga gefur Húna út og er ritið fáanlegt hjá því og í verslun Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.

Skemmst er frá að segja að í nýjasta Húna sem kom út á liðnu vori er fjölbreytt efni að vanda. Á blaðsíðunum 256 er einkum þjóðlegur fróðleikur svo og greinargóðar fréttir úr sveitunum og frá Hvammstanga, eins konar annálar. Þá er minnst látinna í héraðinu. Meðal annars efnis má nefna fróðlegt yfirlit um brúarsmíði, skógrækt í Húnaþingi vestra, hrossaræktarbúið á Lækjamóti og búskap fyrir tíma svo sem um göngur á Víðidalstunguheiði haustið 1955.

Birt er athyglisverð fjölskyldusaga hjónanna Karls Friðrikssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur á Hvammstanga, sagt frá mislingafaraldri um 1960 og í grein um æviferil Signýjar Hallgrímsdóttur frá Stóru- Borg, móður Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, eru birtar vísur hennar undir ýmsum bragarháttum. Reyndar er í ritinu töluvert af öðrum kveðskap að vanda eins og algengt er í héraðsritum.

Ritnefnd Húna hefur skilað þarna góðu verki. Umbrot, leturgerð og prentvinnsla Húna er með ágætum og er ritið öllum til sóma sem að útgáfu þess standa.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...