Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Helmingur kúnna sæddur með kyngreindu sæði
Utan úr heimi 27. júní 2023

Helmingur kúnna sæddur með kyngreindu sæði

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Tæknin við kyngreiningu á nautasæði hefur nú verið í notkun í nærri þrjá áratugi.

Það var þó ekki fyrr en fyrir nærri 20 árum að tæknin var orðin það góð og afköstin næg að kynbótafyrirtæki víða um heim fóru að taka tæknina virkilega til sín. Nú er svo komið að flestum kúabændum um heim allan stendur til boða að kaupa kyngreint sæði, þ.e. sæða kýrnar sínar þá annaðhvort með sæði sem gefur að öllum líkindum kvígur nú þá eða naut.

Nýlegt yfirlit frá NAAB, sem eru samtök ræktenda í Bandaríkjunum, sýna að um það bil annað hvert selt sæðisstrá í landinu er nú kyngreint. Svo virðist sem bændur þar í landi hafi þann háttinn á, að minnsta kosti miðað við skráningu sæðinga, að þeir sæða betri kýrnar og kvígurnar með sæði sem gefur kvígur en virðast nota sæði sem gefur holdanaut í slakari gripina. Þannig ná þeir hámarks árangri og afköstum kúnna. Samkvæmt tölum frá 2021 þá framleiddu bandarísk kynbótafyrirtæki 69 milljónir sæðisskammta það ár og þar af fór 66% til útflutnings.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...