Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Heklað utan um steina
Hannyrðahornið 20. maí 2015

Heklað utan um steina

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Að hekla utan um steina er skemmtileg leið til þess að lífga upp á umhverfið. Heklaðir steinar sóma sér vel sem skraut innan heimilisins, á útidýratröppunum, í garðinum og bústaðnum.
 
Garn: Heklgarn frá Garn.is.
Heklunál nr. 1,5-2.
 
Skammstafanir
L = lykkja, LL = loftlykkja, LL-bil = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull, TVÖFST = tvöfaldur stuðull, ÞREFST = þrefaldur stuðull, sl. = sleppa.
 
Uppskrift
Fitjið upp 6 LL eða gerið töfralykkju.
1. umf: Heklið 7 LL (telst sem 1 TVÖFST og 3 LL), *1 TVÖFST inn í hringinn, 3 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 4. LL af þeim 7 sem heklaðar voru í byrjun.
2. umf: Færið ykkur yfir í næsta LL-bil með KL, heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 3 ST í sama LL-bil, 2 LL, *4 ST í næsta LL-bil, 2 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun.
3. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í næstu L, 3 LL, sl. 2 LL, *1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L, 3 LL, sl. 2 LL* endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun.
4. umf: Heklið 1 FP í fyrstu L, 4 LL, 1 ÞREFST í næstu L, 1 TVÖFST í næstu L, 1 ST í næstu L, 1 FP í næstu L, *5 LL, sl. 3 LL, 1 FP í næstu L, 4 LL, 1 ÞREFST í næstu L, 1 TVÖFST í næstu L,  1 ST í næstu L, 1 FP í næstu L* endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með því að hekla 2 LL og 1 ST í FP sem heklaður var í byrjun. (Umferðinni er lokað með þessum hætti svo næsta umferð byrji í miðju LL-bili).
5. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í LL-bilið þar sem umf byrjar, 8 LL, 1 FP í topp ÞREFST, 8 LL, *1 FP í næsta LL-bil, 8 LL, 1 FP í topp ÞREFST, 8 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
5. umf: Heklið 4 KL upp eftir LL til þess að komast að miðju LL-bilsins, 1 LL, 1 FP í LL-bilið, *10 LL, 1 FP í næsta LL-bil*, endurtakið frá * að * 10 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
6. umf: Heklið 5 KL upp eftir LL til þess að komast að miðju LL-bilsins, 1 LL, 1 FP í LL-bilið, *12 LL, 1 FP í næsta LL-bil*, endurtakið frá * að * 10 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun.
 
Sjötta umferð er endurtekin þar til stykkið nær utan um steininn þar sem hann er breiðastur. Þar sem enginn steinn er eins verður hver heklari að áætla sjálfur hvert framhaldið er héðan af. Til þess að festa stykkið utan um steininn eru nú heklaðar umferðir þar sem LL er fækkað, t.d. 12 LL verða að 6 LL, þetta er gert þar til víst er að stykkið renni ekki af steininum.
 
Slítið frá, gangið frá endum og njótið vel.
Fleiri myndir og upplýsingar er að finna á www.garn.is. 
 
Heklkveðjur, Elín Guðrúnardóttir.

3 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...