Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held að margir verði á ferðinni hér norðan heiða og leggi leið sína inn í Eyjafjörð,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, seturs um sögu berklanna. Myndin er tekin við opnun þess.
„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held að margir verði á ferðinni hér norðan heiða og leggi leið sína inn í Eyjafjörð,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, seturs um sögu berklanna. Myndin er tekin við opnun þess.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 22. júní 2022

Heimsóknir skólahópa á Kristnes í Eyjafjarðarsveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Viðbrögðin hafa verið mjög góð og því hef ég fullan hug á að halda þessu áfram,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, seturs um sögu berklanna, á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit.

María tók á móti skólahópum á liðnu vori og gaf börnunum færi á að kynnast sögu berklanna sem áður fyrr lagði marga að velli. Hún fékk styrk frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra vegna heimsóknanna.

„Það er dágóður hópur sem farið hefur hér í gegn og ég heyri ekki annað en að allir séu ánægðir með heimsóknina,“ segir María. Alls hafa 10 grunnskólar á svæðinu nýtt sér boð Maríu um heimsókn á Hælið, allir sjö grunnskólarnir á Akureyri, Þelamerkurskóli, Hrafnagilsskóli og Grenivíkurskóli.

Skiptir upp í þrjá hópa 
Sólböð voru áður fyrr stunduð í grunnskólum landsins í þeim tilgangi að styrkja D-vítamínbúskap líkamans. Sólbaðsstofur voru bæði á Vífilsstöðum og Kristneshæli. Hér prófa krakkarnir að máta gleraugun sem notuð voru.

Fyrirkomulagið er þaulskipulagt og gengur smurt upp, segir María, en hverjum hóp er skipt upp í þrjá minni hópa. Einn fer í kynnisferð um setrið og fær innsýn í sögu berklanna hér á landi, á meðan er annar hópur á flötinni við Kristnesspítala í leikjum og hópefli og einn hópur fer í skógargöngu um Reykhússkóg ofan við Hælið.

Einn starfsmaður fylgir hverjum hóp, þannig að þrjá þarf til að taka á móti hverjum skólahóp.

María segir að hún hafi fullan hug á að halda þessu starfi áfram og vonar að til þess fáist styrkur, grunnskólarnir sjálfir hafi ekki úr miklu fé að spila til að nýta í fræðsluferðir af þessu tagi.

Bjartsýn á sumarið

„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held að margir verði á ferðinni hér norðan heiða og leggi leið sína inn í Eyjafjörð,“ segir María.

Sumaropnun Hælisins hefst um miðjan júní og verður opið alla daga frá 13 til 18 fram á haustið. Skógarböðin, sem opnuð voru nýlega, segir hún án vafa munu laða marga að, auk þess sem ýmislegt áhugavert sé í boði í sveitarfélaginu. María telur ekki ólíklegt að hún muni bjóða upp á viðburði í sumar, tónleika eða annað sem lífgar upp á tilveruna

Skylt efni: berklar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...