Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Krakkarnir í Frístundaklúbbnum með Herði Óla á stéttinni við kirkjuna á Stóru-Borg.
Krakkarnir í Frístundaklúbbnum með Herði Óla á stéttinni við kirkjuna á Stóru-Borg.
Mynd / MHH
Líf og starf 19. maí 2021

Heimsóttu kirkju, bílaverkstæði og tóku á móti sprengjudeildarmönnum Landhelgisgæslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Frístundaklúbbur Grímsnes- og Grafningshrepps, sem eru nemendur á miðstigi Kerhólsskóla fór nýlega í tvær áhugaverðar heimsóknir á Stóru-Borg.

Fyrst heimsóttu krakkarnir kirkjuna á staðnum þar sem Hörður Óli Guðmundsson, formaður sóknarnefndar, tók á móti hópnum og sagði frá sögu og starfsemi kirkjunnar. Eftir það var bílaverkstæði feðganna Þrastar Sigurjónssonar og Sigurjóns Þrastarsonar heimsótt, en þeir eru með alhliða bílaviðgerðir fyrir sveitunga sína og aðra, sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Báðar heimsóknirnar tókust stórvel.

Þá má geta þess að klúbburinn fékk líka skemmtilega heimsókn 5. maí en þá komu tveir starfsmenn sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar og kynntu starfsemi deildarinnar og sýndu hluta af þeim búnaði sem deildin vinnur með. Heimsóknin var stórskemmtileg og spurðu krakkarnir margra spurninga.

Feðgarnir Þröstur og Sigurjón, sem eru með bílaverkstæði á Stóru-Borg.

Þeir Andri Rafn Helgason (t.v.) og Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengjudeildarinnar, komu í heimsóknina á Borg, sem fór fram á útivistarsvæðinu við Kerhólsskóla.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...