Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Krakkarnir í Frístundaklúbbnum með Herði Óla á stéttinni við kirkjuna á Stóru-Borg.
Krakkarnir í Frístundaklúbbnum með Herði Óla á stéttinni við kirkjuna á Stóru-Borg.
Mynd / MHH
Líf og starf 19. maí 2021

Heimsóttu kirkju, bílaverkstæði og tóku á móti sprengjudeildarmönnum Landhelgisgæslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Frístundaklúbbur Grímsnes- og Grafningshrepps, sem eru nemendur á miðstigi Kerhólsskóla fór nýlega í tvær áhugaverðar heimsóknir á Stóru-Borg.

Fyrst heimsóttu krakkarnir kirkjuna á staðnum þar sem Hörður Óli Guðmundsson, formaður sóknarnefndar, tók á móti hópnum og sagði frá sögu og starfsemi kirkjunnar. Eftir það var bílaverkstæði feðganna Þrastar Sigurjónssonar og Sigurjóns Þrastarsonar heimsótt, en þeir eru með alhliða bílaviðgerðir fyrir sveitunga sína og aðra, sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Báðar heimsóknirnar tókust stórvel.

Þá má geta þess að klúbburinn fékk líka skemmtilega heimsókn 5. maí en þá komu tveir starfsmenn sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar og kynntu starfsemi deildarinnar og sýndu hluta af þeim búnaði sem deildin vinnur með. Heimsóknin var stórskemmtileg og spurðu krakkarnir margra spurninga.

Feðgarnir Þröstur og Sigurjón, sem eru með bílaverkstæði á Stóru-Borg.

Þeir Andri Rafn Helgason (t.v.) og Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengjudeildarinnar, komu í heimsóknina á Borg, sem fór fram á útivistarsvæðinu við Kerhólsskóla.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...