Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Íslandsdeild Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri. Fv. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þorsteinn Tómasson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurður Eyþórsson.
Íslandsdeild Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri. Fv. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þorsteinn Tómasson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurður Eyþórsson.
Líf og starf 11. desember 2024

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Dagana 23.–25. september 2025 verður 12. alþjóðlega ráðstefnan um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri haldin í Tromsö í Norður- Noregi.

Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri (Circumpolar Agricultural Association, CAA).

Landbúnaður á jaðarsvæðum í norðri

Samtök um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri, (CAA), voru stofnuð árið 1995 en markmið þeirra er fyrst og fremst að skipuleggja reglulegar landbúnaðarráðstefnur.

Samtökunum er ætlað að skapa samræðuvettvang hagaðila og fræðasamfélags um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri á breiðum grundvelli.

Óskað eftir þátttakendum

Þátttakendur ráðstefnunnar koma víða að; vísindamenn og bændur, starfsmenn stjórnsýslu, hagsmunaaðila, samvinnufélaga, fyrirtækja, fulltrúar frumbyggjasamtaka og ráðgjafar á ýmsum sviðum.

Stefnt er að þátttöku allra þessara hópa á ráðstefnunni í Noregi.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi“ og er skipulögð af NIBIO – Norwegian Institute of Bioeconomy. Nú hefur verið kallað eftir útdráttum fyrir möguleg erindi sem munu móta efnistök ráðstefnunnar.

Frestur til að senda inn „abstract“ er til 25. febrúar 2025 og skal senda þau á netfang ráðstefnunnar, CAC2025@nibio.no.

Íslandsdeild stofnuð

Formaður Íslandsdeildar CAA nú er Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS, og geta áhugasamir um samtökin og ráðstefnuna einnig snúið sér til hennar með fyrirspurnir. Netfang hennar er ernab@ms.is.

Aðrir í stjórn eru Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LbhÍ, Aðalsteinn Sigurgeirsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi, og Sigurður Eyþórsson, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu.

Þorsteinn Tómasson, einn af stofnendum CAA, er stjórninni til ráðuneytis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...