Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í El Goro á austanverðri Gran Canaria eru um 35 þúsund plöntur í lífrænni ræktun hjá Finca en ræktunar- og vinnslusvæði fyrirtækisins eru víðar, sem
og verslanir.
Í El Goro á austanverðri Gran Canaria eru um 35 þúsund plöntur í lífrænni ræktun hjá Finca en ræktunar- og vinnslusvæði fyrirtækisins eru víðar, sem og verslanir.
Mynd / sá
Utan úr heimi 10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Búist er við að sala á Aloe vera-vörum á markaði muni nema um 2,7 milljörðum Bandaríkjadala (um 37,5 milljörðum ISK) á næsta ári og nemur árleg hækkun frá 2017 um 6,2 prósentum. Alþjóðleg eftirspurn eftir húð- og hárvöru er drifkraftur þessa vaxtar.

Júlía hjá Finca Canarias sýnir gestum hvernig hin stóru og groddalegu blöð Aloe vera barbadensis eru sneidd með keramikhníf til að ná úr þeim hlaupkjarnanum.

Kína, Bandaríkin, Mexíkó, Ástralía og hluti landa í Suður-Ameríku eru helstu framleiðendur og útflytjendur á Aloe vera-vörum.

Aloe vera er harðgerður, fjölær þykkblöðungur af ættkvísl biturblöðunga, með gulum blómum og stinnum, spjótlaga blöðum sem vaxa í hvirfingu og geta orðið allt að 90 cm löng. Hundruð tegunda eru til af Aloe en Aloe vera (L.) N.L.Burm., einnig kölluð Aloe barbadensis Mill., er þekktust og mest notuð í ræktun. Hún er m.a. talin sótthreinsandi og bólgueyðandi og gjarnan notuð til að meðhöndla ýmsa húðsjúkdóma og bruna. Til að plantan geti lifað af langvarandi þurrka geymir hún í blöðum sínum mikið af næringarefnum. Í blöðum Aloe vera er annars vegar glært hlaup og hins vegar beiskur, gulleitur vökvi (alóín).

Kólumbus notaði kanarískt Aloe vera

Finna má upplýsingar um gagnsemi Aloe vera í heimildum allt frá 1.500 f.Kr. Í sjóferðadagbókum Kristófers Kólumbusar laust fyrir árið 1500 kemur fram að hann tók talsvert af plöntunni á Kanaríeyjum til að hafa í löngum sjóferðum, vegna græðandi eiginleika hennar.

Hlaupþykkni úr hverju blaði er umtalsvert og eftir þvott og kaldpressun er bætt í þykknið C- og E-vítamíni úr sítrónu sem náttúrulegum rotvarnarefnum.

Þegar leitað er að besta Aloe vera í heimi beinast sjónir einmitt að Kanaríeyjum. Þar um slóðir vex jurtin einkum á Gran Canaria, Lanzarote og Fuerteventura. Eldfjallajarðvegur og loftslag eyjanna gerir að verkum að Aloe vera þaðan inniheldur ríkuleg steinefni. Það er jafnframt sagt innihalda allt að þrisvar sinnum meira (23,38%) af fjölsykrunni acemannan en plöntur annars staðar frá.

Allt unnið í höndunum

Á austanverðri Gran Canaria, í Carretera, El Goro, er einn Aloe vera-búgarða fyrirtækisins Finca Canarias. Þar eru, með lífrænum aðferðum, ræktaðar yfir 35 þúsund plöntur (Aloe Barbadensis Mill.).

Finca býður upp á leiðsögn þar sem verkunin er sýnd og útskýrð fyrir gestum, farið yfir margvísleg eigindi plöntunnar og gestir auðvitað hvattir til að kaupa framleiðslu fyrirtækisins í formi hreins hlaups og ýmissa smyrsla. Einnig er hægt að kaupa lifandi plöntur. Framleiðsla Finca er vottuð og segja aðstandendur fyrirtækisins hana besta fáanlega Aloe vera í heimi:

„Lífræn ræktun og ferlar eru hluti af fyrirtækjamenningu okkar. Fjölskyldan hefur ræktað og unnið Aloe vera kynslóðum saman og vill halda áfram á sama hátt til að fórna ekki gæðum. Allt ferli, frá söfnun laufa til hreinsunar og umhirðu plantna, er unnið í höndunum og strangt gæðaeftirlit á öllum þrepum frá ræktun til pökkunar. Á plantekrunum er hvorki notað skordýraeitur né önnur varnarefni. Sömu aðferðir við frjóvgun og eftirlit hafa verið viðhafðar í áratugi. Aloe vera er náttúrulega ræktað í hæsta gæðaflokki, án skaðlegra efna,“ segir í kynningarefni Fincas.

Blóm Aloe vera. Blöðin geta orðið allt að 90 cm löng.
Ársframleiðslan fimm lauf

Í hverjum mánuði eru handtínd um 5.000 fersk lauf af Aloe vera á plantekrunum í Carretera. Hver planta gefur 4–5 laufblöð á ári. Þannig er lífvænleiki plantnanna tryggður.

Vinnslan fer þannig fram að hvert einstakt laufblað er handþvegið í vatni. Rótin er síðan skorin af með keramik- og plastáhöldum svo hlaupið verði ekki fyrir efnahvörfum. Þar næst eru blöðin sett í vatnsbað í átta klukkustundir til að fjarlægja umfram alóín (þunni vökvinn). Eftir það er hlaupið handskorið úr hýðinu með plastspaða.

Að loknu þessu ferli inniheldur hlaupið aðeins 5% alóín. Þá er gelið kaldpressað og C- og E-vítamíni, sem unnin eru úr sítrónu, bætt við en þau virka sem náttúruleg rotvarnarefni. Með þessu móti segir Fincas fá 99,38% hreint Aloe-hlaup. Vörur fyrirtækisins séu alltaf ferskvara og framleiðslan skipulögð í samræmi við eftirspurn. Gæði skipti meira máli en magn.

Að sjálfsögðu eru svo fleiri framleiðendur Aloe vera á eyjunum og segjast auðvitað allir selja bestu vöruna.

Til að tryggja að maður hafi gæða Aloe vera í höndunum er gagnlegt að skoða í innihaldslýsingu hvort laufsafi (Aloe vera leaf juice) sé ekki örugglega efst þar á blaði og ekki í vörunni vatn, Aloe vera extrakt eða -duft.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...