Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Heimilt að framleiða 350 tonn að bleikju- og borraseiðum
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 9. desember 2014

Heimilt að framleiða 350 tonn að bleikju- og borraseiðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisstofnun hefur veitt Matorku ehf. starfsleyfi fyrir rekstur fiskeldisstöðvar, að Fellsmúla í Landsveit.

Leyfið veitir heimild til að framleiða allt að 350 tonn samanlagt af bleikju- og borraseiðum í fiskeldisstöð sinni. Leyfið gildir ekki til slátrunar. 

90% minna grugg

Í umsókn um starfsleyfi kemur fram að með nýjum mengunarvörnum í fiskeldisstöðinni verður hægt að minnka grugg í frárennsli um allt að 90% frá því sem áður var. Jafnframt hefur verið komið á hringrásarkerfi á vatni innan stöðvarinnar þannig að vatnsnotkun er mun betri á hvert framleitt kíló af fiski en áður var og magn frárennslis minnkar umtalsvert.

Fiskeldið í Fellsmúla mun samkvæmt umsókn ekki valda fækkun tegunda í lífríki Minnivallalækjar og ekki er talin hætta á því að fiskur sleppi úr fiskeldinu þar sem setþró er þannig byggð að eingöngu yfirfall fellur út í lækinn og rennur það í gegnum ristar.

Fjöldi umsagnaraðila

Tillaga að starfsleyfi fyrir fiskeldið var auglýst á tímabilinu 28. ágúst til 28. október 2014. Auk opinberrar auglýsingar á tillögunni var hún sérstaklega send til umsagnar hjá umsækjanda, Skipulagsstofnun, Matvælastofnun, Fiskistofu, Heilbrigðisnefnd Suðurlands, Orkustofnunar, Brunavarna Rangárvallasýslu og Rangárþings ytra. Umhverfisstofnun bárust nokkrar athugasemdir og eru upplýsingar um meðferð athugasemda í greinargerð sem fylgir starfsleyfinu.


Nýja starfsleyfið tók gildi 4. desember síðast liðinn og gildir til 4. desember 2030.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...