Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heilsteikt blómkál með tahini sesammauki og tómatsalsa
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 9. júlí 2021

Heilsteikt blómkál með tahini sesammauki og tómatsalsa

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Blómkál er líklega uppáhalds­grænmeti margra og hægt að borða það á hverjum degi á uppskerutíma í fjölbreyttum útgáfum.

Ef þið hafið ekki tíma til að baka blómkálið er bara hægt að sjóða það þar til það er nógu mjúkt að hægt er stinga það auðveldlega með gaffli. Setjið það síðan í ofninn með túrmerik og grillið þar til það er gullið.

Heilsteikt blómkál

  • 1 stór blómkálshaus
  • 1 tsk. turmeric duft
  • 1 tsk. malað cumin duft
  • 1 tsk. malað kóríander
  • ¼ tsk. chili flögur
  • 1/3 bolli ólífuolía
  • 1 tsk. salt
  • 2 bollar tahini (sesammauk fæst í flestum búðum, oft notað í hummus)
  • 1/2 bolli ristaðar pistasíuhnetur til skreytingar
  • 2 msk. granateplafræ til skreytingar

Fyrir tómatsalsa

Aðferð

Hitið ofninn í 175 gráður. Setjið blómkálshausinn á bökunarplötu með bökunarpappír.

Blandið saman túrmerik við einn bolla af sjóðandi vatni og setjið til hliðar í 15-20 mínútur.

Túrmerikvökvanum er blandað við krydd, olíu og salt. Hellið blöndunni yfir blómkálið og verið viss um að það sé jafnt húðað.

Þekið bakkann með filmu og steikið blómkálið í ofni í 2 klukkustundir, hristið á 30 mínútna fresti með túrmerik-vatninu. Bætið við meiri olíu ef þess gerist þörf til að halda blómkálinu röku.

Fjarlægið álpappírinn og steikið í aðrar 10 mínútur til að brúna blómkálið aðeins.

Á meðan blómkálið brúnast, búið til tómatsalsa. Sameinið öll innihaldsefnin í skál og blandið vel saman. Kryddið eftir smekk með salti.
Til að bera fram, dreifið tahini dýfunni á stórt fat og setjið blómkálið ofan á. Skerið út fleyg af blómkáli og fyllið tómatsalsa að innan og um jaðar blómkálsins. Skreytið með rifnum pistasíuhnetum, granateplafræjum og chili-flögum – ef þess er óskað.

Grillað ferskju Melba með hindberjum

Ekki gleyma hindberjasósunni í þessum klassíska sumareftirrétti. Hægt er að fylla holuna eftir steininn með súkkulaði og raða ferskum hindberjum yfir til skrauts og framreiða með eða án íss.

Peach Melba

  • 2 stórar þroskaðar ferskjur
  • 2 msk. brætt ósaltað smjör
  • 2 msk. ljósbrúnn sykur
  • Fyrir hindberjasósuna
  • 1/2 box hindber
  • 2 msk. sykur
  • Rjómaís að eigin vali, má sleppa og nota meira af íslenskum hindberjum.

Aðferð

Skref 1
Hitið grillið að miðlungshita. Skerið ferskjurnar í helming og snúið til að taka steininn úr. Stingið skinn með gaffli. Hrærið saman smjöri og ljósbrúnum sykri í skál; penslið smjörblöndunni yfir ferskjuhelmingana og þekið alveg.

Skref 2
Lagið hindberjasósuna; hrærið hindber saman við sykur í skál og látið sitja í fimm mínútur. Merjið í gegnum sigti í aðra skál, þrýstið með skeið til að draga eins mikið af vökva og mögulegt er. Fargið hratinu (hægt að nota frosin ber í sósuna).

Skref 3
Grillið ferskjur á báðum hliðum þar til ferskjurnar eru mjúkar, 5 til 10 mínútur. Berið fram heitt, toppað með ís og hindberjasósu. Eða skreytið með berjunum.

Skylt efni: blómkál

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...