Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ísland hefur haft undanþágu frá því að innleiða þann hluta löggjafar Evrópusambandsins um heilbrigði dýra sem snýr að búfjárrækt.
Ísland hefur haft undanþágu frá því að innleiða þann hluta löggjafar Evrópusambandsins um heilbrigði dýra sem snýr að búfjárrækt.
Mynd / smh
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvælaráðuneytinu þar sem hún mun leiða vinnu við mótun heildarstefnu í dýraheilbrigðismálum.

Vinnan mun felast í endurskoðun á löggjöf um heilbrigði dýra, sem eru í raun þrenn lög; dýrasjúkdómalögin, lög um innflutning dýra og lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr sem eru orðin um 30 ára.

Sigurborg segir að Ísland hafi innleitt ný dýravelferðarlög fyrir um tíu árum en nú sé komin röðin að dýraheilbrigði, uppfæra þurfi alla löggjöf sem fjallar um heilbrigði dýra og að taka ætti mið af löggjöf Evrópusambandsins við þá endurskoðun, sem gengur undir heitinu „Animal Health Law“. „Það er regnhlífarlöggjöf með mörgum afleiddum gerðum út frá henni. Ísland hefur innleitt löggjöfina en hún gildir eingöngu um lagareldisdýr, enda var okkur það skylt, en ekki fyrir landeldisdýr eða búfé þar sem við höfum undanþágu.

Við þurfum því að aðlaga okkur að nútímanum með þessari heildarendurskoðun sem fram undan er, þekking á sjúkdómum hefur stóraukist og miklar tækniframfarir hafa átt sér stað sem eru afgerandi þættir í þessum málaflokki. Við endurskoðun laganna er mikilvægt að taka mið af ESB-löggjöf vegna þess að öll viðskipti með dýr og dýraafurðir á milli landa grundvallast af gagnkvæmu trausti á stjórnskipulagi og samræmdri löggjöf,“ segir Sigurborg.

– Sjá nánar á bls. 14. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...