Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ísland hefur haft undanþágu frá því að innleiða þann hluta löggjafar Evrópusambandsins um heilbrigði dýra sem snýr að búfjárrækt.
Ísland hefur haft undanþágu frá því að innleiða þann hluta löggjafar Evrópusambandsins um heilbrigði dýra sem snýr að búfjárrækt.
Mynd / smh
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvælaráðuneytinu þar sem hún mun leiða vinnu við mótun heildarstefnu í dýraheilbrigðismálum.

Vinnan mun felast í endurskoðun á löggjöf um heilbrigði dýra, sem eru í raun þrenn lög; dýrasjúkdómalögin, lög um innflutning dýra og lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr sem eru orðin um 30 ára.

Sigurborg segir að Ísland hafi innleitt ný dýravelferðarlög fyrir um tíu árum en nú sé komin röðin að dýraheilbrigði, uppfæra þurfi alla löggjöf sem fjallar um heilbrigði dýra og að taka ætti mið af löggjöf Evrópusambandsins við þá endurskoðun, sem gengur undir heitinu „Animal Health Law“. „Það er regnhlífarlöggjöf með mörgum afleiddum gerðum út frá henni. Ísland hefur innleitt löggjöfina en hún gildir eingöngu um lagareldisdýr, enda var okkur það skylt, en ekki fyrir landeldisdýr eða búfé þar sem við höfum undanþágu.

Við þurfum því að aðlaga okkur að nútímanum með þessari heildarendurskoðun sem fram undan er, þekking á sjúkdómum hefur stóraukist og miklar tækniframfarir hafa átt sér stað sem eru afgerandi þættir í þessum málaflokki. Við endurskoðun laganna er mikilvægt að taka mið af ESB-löggjöf vegna þess að öll viðskipti með dýr og dýraafurðir á milli landa grundvallast af gagnkvæmu trausti á stjórnskipulagi og samræmdri löggjöf,“ segir Sigurborg.

– Sjá nánar á bls. 14. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...