Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Oft var glatt við tökur, eins og hér þegar Vilmundur Hansen og Hugrún Halldórsdóttir ræða um kartöflur.
Oft var glatt við tökur, eins og hér þegar Vilmundur Hansen og Hugrún Halldórsdóttir ræða um kartöflur.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 27. apríl 2022

Heilandi fyrir sál og líkama

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Ræktum garðinn“ er ný sjónvarpsþáttasería sem hefur göngu sína á morgun, fimmtudaginn 28. apríl. Þar fjalla landsþekktir garðáhugamenn um allt það sem tengist görðum og gróðri á Íslandi.

Kvikmyndagerðarmennirnir Baldur Hrafn­kell Jónsson, Valdimar Leifsson og Edda Margrét Jensdóttir standa að gerð þáttanna ásamt fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur, en þau eru öll garðyrkjuáhugafólk.

„Garðyrkja veitir næringu jafnt fyrir sál sem líkama og við eigum okkur það sameiginlega áhugamál að vilja veita innsýn inn í heim garðyrkju og gróðurs og reyna að miðla því hversu heilandi náttúran er. Við fengum til liðs við okkur þá Vilmund Hansen og Hafstein Hafliðason, sem vita allt um viðfangsefnið og eru vanir að tjá sig um það,“ segir Baldur Hrafnkell.

Hugrún, Hafsteinn Hafliðason og Baldur Hrafnkell Jónsson við tökur.

Mikill áhugi fólks á garðyrkju varð til þess að þau réðust í gerð þáttanna. „Fjöldi fólks um allt land er í dag mjög áhugasamur um gróðurrækt og sem dæmi má nefna að fylgjendur í tveimur Facebook-grúppum, „Ræktaðu garðinn þinn“ og „Stofublóm, inniblóm, pottablóm“, eru hátt í 80 þúsund talsins,“ bendir Baldur Hrafnkell á.

Í þáttunum ferðast Hugrún um undraveröld blóma og garða. Um leið og heimsóttir eru áhugaverðir garðræktendur hafa þættirnir fræðslugildi þar sem sérfræðingar þáttanna miðla af þekkingu sinni á ræktun jafnt pottablómum sem grasflötum. Farið er í heimsókn í gróðurskála, matjurtagarða og verðlaunagarða svo eitthvað sé nefnt.

Fyrsti þáttur, af þrettán, verður frumsýndur í Sjónvarpi Símans á morgun, fimmtudaginn 28. apríl næstkomandi, en verður svo sýndur vikulega. Einnig verður öll þáttaröðin í heild í Sjónvarpi Símans Premium.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...