Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heiðarbær II
Bóndinn 21. nóvember 2019

Heiðarbær II

Sveinn Ingi og Andrea flytja á Heiðarbæ II 2016 og koma inn í búskapinn með Sveinbirni, föður Sveins.
 
Sveinn Ingi er fæddur og uppalinn á Heiðarbæ II. Í október á þessu ári byrjuðu Sveinn og Andrea að reisa sér íbúðarhús á bænum.
 
Sveinbjörn Jón Einarsson, langafi Sveins, flutti að Heiðarbæ 1921 frá Hvítanesi í Kjós. Ábúð ættarinnar er að ná 100 árum.
 
 
Býli:  Heiðarbær II.
 
Staðsett í sveit:  Í Þingvallasveit í Bláskógabyggð.
 
Ábúendur: Sveinn Ingi Svein­björnsson, Andrea Skúladóttir og Sveinbjörn F. Einarsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 3 börn, 3 hunda, 1 kött,  1 kanínu og afa Sveinbjörn.
 
Stærð jarðar?  Um 4.000 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur og kjúklingaeldi.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með 450 vetrarfóðraðar kindur, eldi 10.000 kjúklinga fyrir Reykjabúið og 12 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnu­dagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á að líta til með kjúklingunum. Næst fer Sveinbjörn í skólaakstur og keyrir börnin úr sveitinni í grunnskólann á Laugarvatni. Sveinn Ingi og Andrea eru bæði útivinnandi. Gegningar kvölds og morgna og önnur tilfallandi störf.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þegar þetta var rætt kom sama starfið upp í báðum tilfellum. Smalamennskur í góðu veðri og þegar gengur vel er það skemmti­legast en geta verið það allra leiðinlegasta í slyddu og éljum í eftirleitum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með nokkuð svipuðu sniði nema forsendur breytist.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Erum ansi slök við þátttöku í félagsmálum bænda og höfum ekki sterkar skoðanir á þeim.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef við höldum í hreinleika og rekjanleika afurða mun landbúnaði vegna vel. Vonandi gefst bændum meiri kostur á því að vinna sínar afurðir sjálfir í meira mæli og selja beint frá býli.
 
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin liggja í öllum greinum landbúnaðarins. Framúskarandi afurðir sem þarf að kynna sem víðast.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, lifrarpylsa, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Innfluttir Costco-tómatar og nýsjálenskir lambahryggir ... eða bara lifrarpylsa og svellköld íslensk mjólk með.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er erfitt að segja hvað er eftirminnilegast. Við feðgar erum ansi tækjaglaðir og höfum brennandi áhuga á dráttarvélum og stendur ofarlega þegar við fluttum inn Fendt-dráttarvél og tókum til starfa í búskapnum og verktöku.
 

5 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...