Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2025/2026, Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, með verðlaunaplattann og blómin sem hún fékk á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli.
Sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2025/2026, Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, með verðlaunaplattann og blómin sem hún fékk á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli.
Mynd / mhh
Líf og starf 22. september 2025

Hefur unun af því að mála dýr

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á kjötsúpuhátíð Rangárþings eystra síðustu helgina í ágúst var upplýst að Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir frá Berjanesi hefði verið valin sveitarlistamaður sveitarfélagsins næsta árið en hún býr á Hvolsvelli í dag með fjölskyldu sinni.

Markaðs- og menningarnefnd sveitarfélagsins óskaði eftirtilnefningumtil sveitarlistamanns og bárust margar tilnefningar frá íbúum. Í umsögn nefndarinnar segir meðal annars: „Listamaðurinn sem varð fyrir valinu er flestum kunnur, enda heimamaður í húð og hár. Um er að ræða listmálara sem hefur getið sér gott orðspor innan okkar svæðis og á landinu öllu sem og erlendis. Listaverk hans prýða án efa veggi og hillur margra landsmanna, sérstaklega hestamanna, en listamaðurinn hefur verið fenginn oftar en einu sinni til að mála verðlaunaplatta fyrir hestamannamót, en einnig fyrir sýningar t.d. á degi sauðkindarinnar. Við getum verið stolt af honum, sem fulltrúa okkar sveitarfélags.“

Gunnhildur vill helst mála kindur og augu hrossa, en málar mikið eftir pöntun og þá aðallega hross, en landslagsmyndir hennar eru ekki síðri. Gunnhildur hefur tekið þátt í sýningum og jafnframt verið með einkasýningar, og hefur hún einnig verið með bás á Landsmóti hestamanna. Hún málar málverk, útbýr tækifæriskort og skreytir verðlaunagripi eftir pöntun.

Stóðhesturinn Þróttur frá SyðriHofdölum er í miklu uppáhaldi hjá Gunnhildi . Ljósmynd/aðsend

Góð tilfinning

„Tilfinningin er bara góð. Verðlaunin komu mér á óvart, satt best að segja, mér fannst ég ekkert vera búin að afreka neitt sérstakt í ár. Ég ætlaði ekki einu sinni á Kjötsúpuhátíðina. Ég var að klára vsk-útreikninga og þurfti að fara út í sveit að athuga með lamb sem hafði verið í afveltu daginn áður og smala smá. Maðurinn minn átti í mesta basli með að fá mig með sér og ég skildi ekkert í honum að fara bara ekki án mín en hann vissi af því að ég ætti að fá þessa viðurkenningu,“ segir Gunnhildur skellihlæjandi aðspurð um tilfinninguna að vera orðin sveitarlistamaður Rangárþings eystra.

Gunnhildur elskar íslensku sauðkindina enda mikil fjárræktarkona. Hér er ein af kindamyndunum hennar. Ljósmynd/aðsend

Gunnhildur segist alltaf hafa haft mikla þörf fyrir að mála og teikna, alveg frá því að hún man eftir sér. „Mamma passaði að henda ekki myndum, sem ég teiknaði þegar ég var lítil, sem er gaman að skoða í dag og sjá hvað ég var í raun snemma komin með góða færni. Það má segja að ég hafi bara þróast sjálf án mikillar utanaðkomandi kennslu. Þó man ég eftir kennurum, bæði í barnaog unglingaskóla, sem höfðu áhrif. Svo hef ég tekið örfá námskeið, en mest hef ég lært af að æfa mig og æfa, þannig kemur þetta, með dassi af sjálfsgagnrýni í farteskinu,“ segir Gunnhildur.

Flestir velja dýr

Gunnhildur þykir einstaklega snjöll við að mála dýr, enda eru það vinsælustu myndirnar hennar. „Já, það hefur eiginlega þróast þannig, ég er beðin um að mála að mestu dýr þó landslag komi líka fyrir, en já, ég hef mjög gaman af því að mála dýr, sérstaklega kindur og hesta. Það er reyndar gaman að mála hvaða dýr sem er ef fyrirmyndin er góð,“ segir hún. Þessa dagana er hún að klára að mála stórt málverk af Snæfelli, málverk af kúm og svo tveimur hundum, sem allt eru sérpantanir. Ef lesendur vilja fylgjast með Gunnhildi á samfélagsmiðlum þá er hún á Facebook undir „Gunnhildur Myndlist/ART“ og á Instagram „gunnhildur_myndlist_art“.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...