Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit varð 90 ára í byrjun nóvember. Fjölmargar gjafir bárust af því tilefni. Spítalinn hefur frá árinu 1993 verið hluti af Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meginmarkmið spítalans nú snúast um endurhæfingu.
Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit varð 90 ára í byrjun nóvember. Fjölmargar gjafir bárust af því tilefni. Spítalinn hefur frá árinu 1993 verið hluti af Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meginmarkmið spítalans nú snúast um endurhæfingu.
Mynd / BB
Fréttir 8. janúar 2018

Hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit fagnaði 90 ára afmæli sínu þann 1. nóvember með hátíðlegri athöfn.  Frá árinu 1927 hefur verið rekin heilsutengd starfsemi í Kristnesi. 
 
Spítalinn hefur frá árinu 1993 verið hluti af Sjúkrahúsinu á Akureyri, SAk. Spítalanum voru færðar margar gjafir í tilefni dagsins.
 
Fjöldi gjafa barst á afmælisdaginn
 
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri afhentu Kristnesspítala 6 milljónir króna að gjöf, sem verður varið til kaupa á þjálfunarbúnaði í sjúkraþjálfun og hægindastólum á legudeildirnar. Oddfellowstúkurnar á Akureyri færðu spítalanum 3 milljónir króna að gjöf og verða þær notaðar til kaupa á tveimur sérhönnuðum loftdýnum, tveimur sjúkrarúmum sem þola þunga einstaklinga, æfingastandbekk og ferðasúrefnissíu. Þá verður hluta fjármunanna varið til kaupa á snjóblásara til að skjólstæðingar, aðstandendur þeirra og starfsfólk spítalans geti notið aukinnar útivistar að vetri til. Fram kom við afhendingu gjafanna að með tilkomu snjóblásara rættist 90 ára gamall draumur þeirra sem stóðu að byggingu Kristneshælis.
 
Þrjú kvenfélög færðu spítalanum peningagjafir; Kvenfélagið Iðunn og Kvenfélagið Hjálpin, bæði í Eyjafjarðarsveit, og Kvenfélag Fnjóskdæla og verða fjármunirnir notaðir til kaupa á útibekk og ferðasúrefnissíu. Þá færði Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis spítalanum Lazyboy-stól að gjöf. Loks gaf Eyjafjarðarsveit þrjá setbekki úr Lerki.
 
Bjarni Jónasson, forstjóri SAk, sagði í ávarpi sínu að Kristnesspítali hafi leikið lykilhlutverk í heilbrigðisþjónustu allt frá því hann tók til starfa og muni gera áfram. „Þetta er þjónusta sem íbúar á starfssvæði sjúkrahússins kunna vel að meta svo sem sjá má af þeim veglegu gjöfum sem spítalanum hafa verið færðar nú og í gegnum tíðina,“ sagði Bjarni.
 
Margir hugsa hlýlega til okkar
 
Ingvar Þóroddsson, forstöðulæknir í Kristnesi, sagði að þessar höfðinglegu gjafir hjálpuðu mjög mikið til við að endurnýja nauðsynlegan tækjakost og búa enn betur að skjólstæðingum sjúkrahússins. „Gjafirnar sýna að mjög margir muna eftir Kristnesi og hugsa hlýlega til okkar. Fyrir það er ég afskaplega þakklátur.“
 
Ingvar sagði jafnframt að meginmarkmiðin með starfseminni í Kristnesi væru tvö; endurhæfa fólk á hvaða aldri sem er til að það geti verið sem lengst heima og á vinnumarkaði og endurhæfa aldraða með það að markmiði að þeir geti dvalist sem lengst heima hjá sér. 

Skylt efni: Kristnesspítali

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...