Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þátttaka í Terra Madre skilur eftir sig innblástur til þess að vinna áfram að hag staðbundinnar matvælaframleiðslu og varðveislu matarhefða með náttúruna.
Þátttaka í Terra Madre skilur eftir sig innblástur til þess að vinna áfram að hag staðbundinnar matvælaframleiðslu og varðveislu matarhefða með náttúruna.
Lesendarýni 13. október 2022

Hátíð Slow Food- samtakanna

Höfundur: Hafliði Halldórsson, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.

Terra Madre, stærsta bændaráðstefna í heimi, fór fram í septemberlok sl. í Torino-borg á Norður-Ítalíu.

Þar koma saman smáframleiðendur frá um 150 löndum, samhliða Salone del Gusto, þar sem fram fóru yfir 300 smakkanir og fyrirlestrar um sértæk matvæli og vín, enda eru þar komnir saman margir helstu sérfræðingar á sviði menningarlegrar matvæla- framleiðslu, víngerðar og matseldar úr heiminum. Slow Food miðar að því að stytta bilið milli framleiðenda og neytenda með fræðslu og þátttöku grasrótarinnar um allan heim. Meginmarkmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræðilegs uppruna matvæla.

Endursköpun á forsendum náttúrunnar

Aðalþemað í ár var „Regenaration“ eða endursköpun og sérstök áhersla á fjölbreyttar tegundir sáðkorns og belgjurta, heilbrigði og vernd jarðvegs. Slow Food beita sér fyrir heilbrigðri skynsemi og sjálfbærni í umgengni um auðlindirnar í fæðukeðju okkar sem byggjum plánetuna Jörð. Að vernd náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika er eina leiðin fram á við til að halda vistkerfum okkar við og fæða jarðarbúa framtíðarinnar.

Góður, hreinn og sanngjarn

Einkunnarorð samtakanna eru.„Good, Clean and Fair“ sem má útleggja í beinni þýðingu sem Góður, hreinn og sanngjarn, og er þar átt við að maturinn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir. Sem bændur um allan heim þekkja á eigin skinni að er ekki alltaf sjálfgefið í þeim kerfum sem þeir starfa innan.

Þátttaka Íslendinga í Terra Madre

Íslandsdeild Slow Food átti á annan tug þátttakenda á Terra Madre í ár, smáframleiðendur, bændur, kokkar, matarnördar og vísindamenn sem tóku þátt í ýmsum viðburðum og funduðu einnig með öðrum norrænum fulltrúum. Ísland átti sviðið í Terra Madre Kitchen, þar sem stjórnarmaður Slow Food á Íslandi, matreiðslumeistarinn Dóra Svavarsdóttir frá Drumboddsstöðum og undirritaður elduðum tvo morgunverðarrétti með íslenskum og norrænum hráefnum. Norska kartöflu-lefsu með sænskum ostum og sultu, og alíslenskan bygggraut úr byggi frá bændunum á Vallanesi með súru slátri og lifrarpylsu.

Þátttaka í Terra Madre skilur eftir sig innblástur til þess að vinna áfram að hag staðbundinnar matvælaframleiðslu og varðveislu matarhefða með náttúruna og sértækar aðstæður og tegundir á hverjum stað í forgrunni. Fyrir allt áhugafólk um mat, sanngirni í viðskiptum með matvæli og sjálfbærni í umgengni um náttúruna mæli ég svo sannarlega með þátttöku í Slow Food-samtökunum á www.slowfood.is

Skylt efni: Slow Food

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...