Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Berglind Häsler og Eygló Björk Ólafsdóttir ræða saman um lífræna ræktun í fyrsta þætti hlaðvarpsins Havarí.
Berglind Häsler og Eygló Björk Ólafsdóttir ræða saman um lífræna ræktun í fyrsta þætti hlaðvarpsins Havarí.
Mynd / smh
Fréttir 5. febrúar 2020

Havarí hlaðvarp – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni

Berglind Häsler, eigandi Havarí í Berufirði og markaðsstjóri í Reykjavík, stýrir hlaðvarpinu Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Í fyrsta þætti sínum spjallar Berglind við Eygló Björk Ólafsdóttur, bónda í Vallarnesi á Fljótdalshéraði og annar eigandi framleiðslufyrirtækisins Móðir Jörð. Hún er einnig formaður VOR - verndun og ræktun, sem er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða. 

Eygló segir lífræna ræktun gefa af sér gæðaafurðir en ennfremur séu aðferðirnar vænlegri til framtíðar. „Í lífrænni ræktun ertu með betri vöru. Það er meira magn af þurrefnum, plönturnar taka meira næringarefni upp úr jarðveginum, meira af steinefnum og vítamínum. Þannig þú ert betri mat,“ segir Eygló meðal annars.

Risastórt umhverfis- og lýðheilsumál

„Það er staðreynd að á undanförnum áratugum hefur næringargildi matvæla almennt verið að minnka. Það er meðal annars vegna þessarar einföldunar sem búið er að koma á með tilbúnum áburði sem inniheldur einungis brot af þeim grunnefnum, sem jarðvegurinn og plönturnar þarfnast. Þetta er miklu flóknara en svo að þú getir staðlað það sem þær þurfa,“ segir Eygló og nefnir að  rannsóknir bendi til þess að í loftlagslegu tilliti sé lífræn ræktun betri ræktunaraðferðir.

„Binding kolefnis er meiri. Jarðvegurinn verður ríkari af örverum og þetta er líklegra til að binda kolefni í vaxandi mæli í framtíðinni. Meðan tilbúinn áburður virðist brjóta niður getu jarðvegs til að  binda kolefni. Þetta eru tvö kerfi sem ganga í sitthvora áttina þegar við erum að tala um loftlagsmál.“

Hlaðvarpið Havarí er samvinnuverkefni VOR og Bændablaðsins og er nú aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum en einnig má hlusta á hann hér að neðan.

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...