Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Berglind Häsler og Eygló Björk Ólafsdóttir ræða saman um lífræna ræktun í fyrsta þætti hlaðvarpsins Havarí.
Berglind Häsler og Eygló Björk Ólafsdóttir ræða saman um lífræna ræktun í fyrsta þætti hlaðvarpsins Havarí.
Mynd / smh
Fréttir 5. febrúar 2020

Havarí hlaðvarp – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni

Berglind Häsler, eigandi Havarí í Berufirði og markaðsstjóri í Reykjavík, stýrir hlaðvarpinu Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Í fyrsta þætti sínum spjallar Berglind við Eygló Björk Ólafsdóttur, bónda í Vallarnesi á Fljótdalshéraði og annar eigandi framleiðslufyrirtækisins Móðir Jörð. Hún er einnig formaður VOR - verndun og ræktun, sem er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða. 

Eygló segir lífræna ræktun gefa af sér gæðaafurðir en ennfremur séu aðferðirnar vænlegri til framtíðar. „Í lífrænni ræktun ertu með betri vöru. Það er meira magn af þurrefnum, plönturnar taka meira næringarefni upp úr jarðveginum, meira af steinefnum og vítamínum. Þannig þú ert betri mat,“ segir Eygló meðal annars.

Risastórt umhverfis- og lýðheilsumál

„Það er staðreynd að á undanförnum áratugum hefur næringargildi matvæla almennt verið að minnka. Það er meðal annars vegna þessarar einföldunar sem búið er að koma á með tilbúnum áburði sem inniheldur einungis brot af þeim grunnefnum, sem jarðvegurinn og plönturnar þarfnast. Þetta er miklu flóknara en svo að þú getir staðlað það sem þær þurfa,“ segir Eygló og nefnir að  rannsóknir bendi til þess að í loftlagslegu tilliti sé lífræn ræktun betri ræktunaraðferðir.

„Binding kolefnis er meiri. Jarðvegurinn verður ríkari af örverum og þetta er líklegra til að binda kolefni í vaxandi mæli í framtíðinni. Meðan tilbúinn áburður virðist brjóta niður getu jarðvegs til að  binda kolefni. Þetta eru tvö kerfi sem ganga í sitthvora áttina þegar við erum að tala um loftlagsmál.“

Hlaðvarpið Havarí er samvinnuverkefni VOR og Bændablaðsins og er nú aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum en einnig má hlusta á hann hér að neðan.

 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...