Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Höfundur: Haraldur Jónasson

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um vont veður að vetrarlagi eða nöfn yfir sjó. En í matargerð er henni oft ábótavant. Okkur vantar nöfn yfir alls konar í eldhúsinu sem ekki var venjan þegar víkingarnir suðu graut og kjöt.

Súpur ýmiss konar eru ofarlega á blaði þegar kemur að vanköntum íslenskunnar. Á stærri málsvæðum heimsins er að finna alls konar orð yfir misumunandi súpur. En við hér á fróni eigum bara þetta eina. Kannski að seyði flokkist sem súpa en það er önnur saga.

Nú er komið haust og það er tími sem beinlínis kallar á súpu. Haustið er þó ekki að kalla á kalda gúrkusúpu heldur heita kjöt- eða fiskisúpu. Að minnsta kosti sveppa.

Það sem við ætlum að elda hér og ekkert orð er til yfir á hinu ástkæra ylhýra kallast á ensku chowder. Þykk súpa, ýmist þykkt með kartöflum eða maískorni, stundum hvort tveggja og stundum hveiti. Við ætlum að gera fiskiútgáfu með þorski og rækjum.

Allt í einn pott nema tvennt

Fiskurinn er skorinn í munnbita og saltaður örlítið. Saltið þéttir holdið á fisknum og kemur í veg fyrir að hann leysist í öreindir. Svo er hann líka betri örlítið saltur. Geyma í kæli þangað til í lokin ásamt rækjum eða öðru sjávarmeti.

Best er að nota þykkbotna, emileraðan pottjárnspott til að gera súpuna. Skera niður lauk og gulrætur. Steikja í olíublönduðu smjöri við miðlungs hita. Smá salt til að draga fram vökva. Við viljum bara mýkja grænmetið, ekki fá á það neinn lit. Næst fer hvítlaukurinn út í pottinn og hann hitaður með grænmetinu í mínútu eða tvær. Þá fer léttvínið út í og botninn skafinn þannig að allt bragðið sem mögulega situr þar blandist við. Kjúklingasoðið, helst heimagert beinasoð eða hvaða útgáfa sem hendi á festir, fer næst út í pottinn ásamt kartöflunum. Afhýða fyrst og skera í munnbita. Lárviðarlauf fer út í ásamt rjóma og kjúklingakrafti. Ná suðunni upp og halda rétt undir suðu í 20–25 mínútur eða þangað til kartöflurnar eru tilbúnar.

Þegar kartöflurnar hafa dvalið í 10–15 mínútur í hitanum fer mjólk og maísbaunir í annan og minni pott. Hita rétt undir suðumarki og halda þar í 10 mínútur eða þangað til kartöflurnar eru tilbúnar.

Þykkingin

Kartöflurnar eru ætar þegar hægt er að merja þær með ekki miklum þrýstingi í innhliðina á pottinum. Líka hægt að smakka eins og einn bita. Þegar þær eru orðnar mjúkar en ekki maukaðaðar fer sirka helmingurinn af öllum herlegheitunum; vökvinn, kartöflurnar og grænmetið í blandara ásamt allri maísbaunamjólkurblöndunni, slettu af túbukavíar og sweet chili-sósu. Þessi kartöflu-maísgrænmetisblanda mun þykkja súpuna.

Passa að heitur vökvi í blandara getur skapað þrýsting og heitur vökvinn slest út um allt. Gott að blanda í litlum skömmtum eða taka miðjuna úr lokinu, sé slík til staðar. Hræra þangað til blandan er orðin flauelsmjúk. Hella svo aftur saman við súpugrunninn og ná hitanum aftur upp rétt undir suðu. Ef enginn er blandarinn er hægt að nota töfrasprota en það er samt ekki alveg það sama.

Allt fiskmetið fer í pottinn og þá er slökkt undir. Sjávarfangið fær að liggja undir loki í nokkrar mínútur. Smakka til með salti og pipar og bera fram með nýbökuðu frosnu brauði, óþarfi að gera allt frá grunni. Smyrja með smjöri – mögulega hvítlaukssmjöri.

Hin nafnlausa súputegund borin fram með brauði úr frystinum og þeyttu hvítlaukssmjöri. Hentar sérlega vel fyrir þá sem vilja þrumu haustfiskisúpu en ekki kafna úr fiskibragði.

1 l kjúklingasoð
700 g fiskur
380 g kartöflur
250 g rækjur
170 g laukur
150 ml léttvín
130 g gulrætur
125 ml rjómi
125 ml Nýmjólk
100 g maisbaunir
2 hvítlauksrif
3 msk. sweet chili-sósa
2 msk. túbukavíar
1 msk. kjúklingakraftur
Salt og pipar eftir smekk

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f