Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Talið er að allt að 95 þúsund rúmmetrum timburs sé hent á Íslandi á ári hverju. Nýsköpunarfyrirtækið Timber recycling mun endurvinna timburúrgang og umbreyta í timbureiningar fyrir byggingariðnað.
Talið er að allt að 95 þúsund rúmmetrum timburs sé hent á Íslandi á ári hverju. Nýsköpunarfyrirtækið Timber recycling mun endurvinna timburúrgang og umbreyta í timbureiningar fyrir byggingariðnað.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 14. október 2025

Hátt í hundrað þúsund rúmmetrum timburs hent

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Timber recycling ehf. mun endurvinna timburúrgang og breyta honum í timbureiningar fyrir byggingariðnað.

Timber recycling ehf., fyrirtæki í eigu Högna Stefáns Þorgeirssonar, á að endurvinna timburúrgang og umbreyta í hágæða timbureiningar fyrir byggingariðnaðinn. Með því að nýta timbureiningar unnar úr úrgangstimbri í stað nýrra viðarefna, hyggst Högni stuðla að minni sóun, lægra kolefnisspori og sjálfbærari byggingarlausnum.

Högni Stefán Þorgeirsson.
Gríðarmiklu hent

„Þetta snýst um að taka timbur sem náð hefur endastöð í núverandi kerfi og veita því framhaldslíf. Það gæti verið í formi ýmissa gæðagripa, t.d. stóla, borða, gólfefnis, veggfjala o.fl.,“ segir Högni. Hann er forstjóri og eigandi Timber recycling og segist hafa fengið góða ráðgjöf frá mörgum til þess bærum aðilum. Verkefnið sé í raun og veru mikilvægt á heimsvísu.

„Á Íslandi er hent 90-95 þúsund rúmmetrum af timbri á hverju ári, en það er eins og að þéttraða timbrinu á fótboltavöll og nær það fjall 16 metra upp í loft, eða svona eins og sjö hæða blokk,“ útskýrir Högni. Hann telur skipta miklu máli að unnið sé úr þessu affallstimbri og þannig stuðlað að sjálfbærari framtíð á grunni hins gamla efniviðar.

Um þessar mundir er Högni að kanna úrvinnslumöguleika. „Við erum að líma saman bita og gera klára fyrir álagsprófanir,“ segir hann.

Góður meðbyr

Högni var með verkefnið í viðskiptahraðlinum Hringiðu í fyrra, en það er prógramm til að aðstoða íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að grænum lausnum við að koma hugmyndum sínum hratt og vel áfram.

Hann segist ekki hafa mætt neinum sérstökum fyrirstöðum í verkefninu, móttökur séu almennt góðar.

„Ég bara sé ekki erfiðleika í því sem ég er að gera. Aðeins mismunandi flækjustig í verkefnum,“ segir hann. „Fyrst hélt ég að það yrði erfitt að sannfæra fólk um ágæti verkefnisins, en svo reyndist alls ekki vera. Það virðast allir skilja ágæti og mikilvægi þess.“

Meginmarkmið fyrirtækisins verður að framleiða vörur fyrir byggingariðnaðinn og þegar fram líða stundir að vinna úr æ meira hráefni og auka vöruúrval.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...