Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Háafell - Geitfjársetur, gestgjafinn á Vesturlandi.
Háafell - Geitfjársetur, gestgjafinn á Vesturlandi.
Líf og starf 28. ágúst 2023

Hátt í 3.000 manns sóttu bæina heim

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Beint frá býli-dagurinn var haldinn hátíðlegur í öllum landshlutum sunnudaginn 20. ágúst síðastliðinn í tilefni 15 ára afmælis félagsins, en markmiðið er að hann verði að árvissum viðburði.

Að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Beint frá býli og verkefnastjóra hátíðanna, var tilgangur dagsins að bjóða íbúum og gestum landshlutanna heim á býli þar sem bændur vinna úr eigin afurðum. Um leið höfðu þeir tækifæri til að kynnast og kaupa vörur af öðrum heimavinnsluaðilum af svæðinu, samhliða því að eiga góðan og fjölskylduvænan dag á íslensku bóndabýli.

Aðildarfélag að Samtökum smáframleiðenda matvæla

Gestgjafar voru félagsmenn í Beint frá býli sem er aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla. Á Vesturlandi var gestgjafinn Háafell – Geitfjársetur, á Vestfjörðum Brjánslækjarbúið, á Norðurlandi vestra Stórhóll í Skagafirði, á Norðurlandi eystra Holtsel í Eyjafirði, á Austurlandi Lynghóll í Skriðdal og á Suðurlandi Efstidalur II í Bláskógabyggð.

Landshlutasamtök sveitarfélaganna og markaðsstofur landshlutanna voru samstarfsaðilar og hluti þeirra styrkti verkefnið enda flest með sérstakar mataráætlanir.

Oddný Anna segir að félagsmenn á lögbýlum séu 112 og hafði ríflega helmingur tök á að taka þátt. Hún segir að hátíðarhöldin hafi heppnast framar vonum. Hundruð gesta streymdu á afmælishátíð hvers landshluta og reiknast henni til að hátt í 3000 manns hafi sótt bæina heim. Framleiðendur hafi selt mun meira en þeir áttu von á og náð góðu samtali við gesti sem voru afar áhugasamir og jákvæðir. Börn á öllum aldri voru stór hluti gesta sem nutu þess að vera í sveitinni, hitta dýrin og leika sér.

Veitingasala kvenfélaga

Oddný Anna segir að afmæliskökur, skreyttar merki félagsins, kaffi og djús hafi staðið gestum til boða á öllum stöðunum. Auk þess var veitingasala sem kvenfélög tóku að sér á þeim bæjum sem ekki eru með eigin veitingastaði eða kaffihús, voru jafnvel með skottsölu og sums staðar var góðgæti grillað.

Dagskráin litaðist af eiginleikum hvers staðar og voru dýrin á bæjunum að sjálfsögðu miðpunkturinn og sums staðar var teymt undir börnum. Finna mátti heimatilbúin frumleg leiksvæði, hoppukastala og hoppubelgi, gestir gátu jafnvel grillað sjálfir yfir opnum eldi, málað steina og heyrúllur, farið í skoðunarferðir og fleira. Síðast en ekki síst var þetta tækifæri fyrir íbúa að hittast í sumarlok, síðasta helgidaginn fyrir skólabyrjun og eiga góðan dag saman í sveitinni.

9 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...