Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birgir Steinn Birgisson og Toomas Raabe hjá Ficus í Hveragerði með úrval af jólastjörnum í mismunandi stærðum og litum.
Birgir Steinn Birgisson og Toomas Raabe hjá Ficus í Hveragerði með úrval af jólastjörnum í mismunandi stærðum og litum.
Mynd / ghp
Líf og starf 7. desember 2023

Hátíðarbragur með jólastjörnum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jólastjarna er eitt vinsælasta jólablómið á Íslandi. Þessa dagana eru jólastjörnur íslenskra blómaframleiðenda að tínast inn í búðir.

Tvílit jólastjarna.

Árlega eru framleiddar um 35.000 jólastjörnur hér á landi. Birgir Steinn Birgisson, pottaplöntuframleiðandi í Ficus ehf. í Hveragerði, er þar umfangsmestur með um 25.000 jólastjörnur, bæði stórar og litlar og í mörgum litum, en hinar rauðu klassísku eru þó alltaf mest keyptar. „Íslendingar eru fastheldnir á liti, en þó er ég með hvítar, bleikar, dökkbleikar, appelsínugular og tvílitar jólastjörnur. Svo er ég mikið fyrir „míní“ útgáfur enda svo lítill karl,“ segir Birgir kampakátur.

Jólastjörnur eru fjölærar plöntur sem blómstra einu sinni á ári og er þá blómstrandi í 2–3 mánuði. „Það er þó ekki algilt að hún blómstri á næsta ári. Til þess að svo megi verða þarf hún að fá myrkur og rólegheit 14 tíma á sólarhring í nokkrar vikur þar til blöðin taka við sér og byrja að verða rauð.“Hann ráðleggur jólastjörnueigendum að huga að vökvun en plantan er þó ekkert mjög frek á vatnið.

„Ef fólk er með hana í hlífðarpotti þá er gott að vökva og hella svo afgangsvatni úr pottinum eftir 1–2 klukkutíma. Ef vatnið liggur í hlífðarpottinum þá fúnar það og þá fúna ræturnar og plantan drepst. Ef hún er ekki í hlífðarpotti þá skiptir ekki máli hvort fólk vökvar hana undir krana eða setur vatn í plattann undir pottinum. Nú, þegar búið er að vökva jólastjörnuna þá tekur maður hana upp og finnur hvað hún er þung. Eftir um þrjá daga er hún jafnþung. En þegar hún byrjar að léttast dálítið, kannski eftir 6 daga, þá er kominn tími til að vökva aftur. En um leið ertu búinn að finna út hvað þessi tiltekna planta þarf öra vökvun, hvort sem það eru fimm eða sjö dagar.“

Skylt efni: jólastjarna

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...