Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Miðnætursólin í Ásbyrgi í allri sinni dýrð.
Miðnætursólin í Ásbyrgi í allri sinni dýrð.
Mynd / Markaðsstofa Norðurlands
Menning 14. júní 2023

Hátíð töfra og sumarsólar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Miðsumarshátíð norrænna manna, Jónsmessan, fagnar sumarsólstöðum, birtu og yl. Sumarsólstaðir, eða lengsti sólargangur ársins, er þó 21. júní en Jónsmessan haldin þann 24. júní, sex mánuðum fyrir aðfangadag vegna tengingar hennar við kristni.

Er nafn Jónsmessunnar dregið af nafni Jóhannesar skírara og þýðir í raun messa Jóhannesar, en eins og við tengjum við hana í dag fyllt náttúrutöfrum og kyrrð, hátíð sumars, sólar og birtu. Hún hefur ætíð haft á sér ævintýralegan blæ, en aðfaranótt Jónsmessunætur er þekkt sem ein fjögurra nátta ársins sem magnaðastar þykja hvað varðar töfra á einhvern hátt.

Hinar eru jóla-, nýárs- og þrettándanótt. Þær eiga það sameiginlegt að vera í nánd við sólhvörf, sumars eða vetrar og á þeim flestum rætast draumar, dýr tala og allir yfirskilvitlegir hæfileikar og máttar koma í ljós, fólki til gleði eða ama auk þess sem óskasteinar, lausnarsteinar, draumagras, lásagras og huliðssteinar tala til hjörtu trúaðra á Jónsmessunni.

Það er að minnsta kosti víst að þessa messutöfra ættu menn að njóta til fulls, að minnsta kosti innra með sér.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...