Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Í ár mættu yfir 500 manns í Bustarfell í tilefni dagsins. Veðrið lék við gesti og var dagurinn allur hinn ágætasti.
Í ár mættu yfir 500 manns í Bustarfell í tilefni dagsins. Veðrið lék við gesti og var dagurinn allur hinn ágætasti.
Mynd / Birna H. Einarsdóttir
Líf&Starf 16. ágúst 2018

Hátíð á fornu höfuðbýli

Höfundur: ÞÞ / BE
Þann 8. júlí síðastliðinn var Bustarfellsdagurinn haldinn hátíðlegur í 26. sinn á Bustarfelli í Vopnafirði. 
 
Bustarfell er fornt höfuðbýli og í gamla torfbænum er nú minjasafn þar sem fræðast má um lifnaðarhætti í sveitinni á tímabilinu 1770–1966. Í bænum eru 25 vistarverur og  er allur bærinn opinn gestum. Í honum er fastasýning og nokkrar tímabundnar sýningar sem skipt er út reglulega svo það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. 
 
Á Bustarfellsdaginn lifnar bærinn við og þar má sjá unga sem aldna sameinast í því að sýna gamlar verkhefðir og hafa gaman saman.
 
Margt fróðlegt og skemmtilegt var að sjá og heyra. Hægt var að bragða á ýmsu góðgæti víða um gamla bæinn en í boði var reykt sauða- og geitakjöt, fjallagrasamjólk, skyrhræringur, hákarl, harðfiskur og brennivín. Einnig buðu spariklæddar dömur upp á kaffi og lummur í baðstofunni. 
 
Utandyra mátti sjá hraust fólki í heyskap og eldsmið hamra járnið af list. Einnig var krökkum boðið að fara í smá reiðtúr og dýrin í litlu dýragirðingunni glöddu unga gesti. 
 
Kaffihúsið Hjáleigan stendur við gamla bæinn og er opið daglega á sama tíma og safnið. Á Bustarfellsdaginn bauð Hjáleigan upp á veglegt kaffihlaðborð í stóru tjaldi til að anna fjöldanum. 
 

13 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...