Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Radísurnar eru stórar, fallegar og bragðgóðar hjá Guðmundi og Guðnýju og eru þau einu íslensku framleiðendurnir sem selja þær í verslanir undir merkjum Sölufélags garðyrkjubænda.
Radísurnar eru stórar, fallegar og bragðgóðar hjá Guðmundi og Guðnýju og eru þau einu íslensku framleiðendurnir sem selja þær í verslanir undir merkjum Sölufélags garðyrkjubænda.
Líf og starf 17. ágúst 2021

Hasla sér völl með radísum og grænu góðgæti

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Guðmundur Karl Eiríksson og Guðný Helga Lárusdóttir eru búsett í Reykjavík en hófu tilraunaræktun í fyrra með útiræktun á gulrótum á jörð bróður og mágkonu Guðmundar að Birtingaholti í Hrunamannahreppi.

Guðmundur Karl Eiríksson og Guðný Helga Lárusdóttir eru búsett í Reykjavík en hófu tilraunaræktun í fyrra á hálfum hektara með útiræktun í Birtingaholti í Hrunamannahreppi. Nú rækta þau gulrætur, blómkál og radísur.

Það gekk svo vel að þau ákváðu að þróa ræktunina enn frekar og bæta í. Nú selja þau íslenskar radísur, gulrætur og blómkál í verslunum undir merkjum Sölufélags garðyrkjumanna. Guð- mundur og Guðný Helga eru einu framleiðendur landsins á radísum sem fara á almennan markað og eru full bjartsýni að halda áfram og þróa enn frekar ræktun garðyrkjuafurða. Guðmundur er menntaður söngvari frá Ítalíu og starfar hjá Í einum grænum en Guðný Helga er hagfræðingur sem starfar í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka.

„Þegar við byrjuðum með radísurnar var okkur sagt að erfitt gæti verið að rækta þær en okkur hefur tekist það með ágætis árangri. Við ákváðum að nota umbúðir sem eru umhverfisvænni en ella og erum mjög ánægð með þá ákvörðun. Sprettutíminn á radísunum er bara fimm vikur og þær eru stórar og fínar hjá okkur. Við vorum vöruð við því að þær gætu orðið holar að innan en við höfum ekki tekið eftir því,“ útskýrir Guðmundur en nú nýta þau um hálfan hektara undir ræktunina. „Ástæða þess að okkur langaði að prófa ræktun á radísum er sú að við höfðum ekki tekið eftir íslenskum radísum á almennum markaði, auk þess eru þær næringarríkar og nýtast vel í matargerð,“ bætir Guðný Helga við.

Fjárfesta í tækjum og tólum

Þau eru full bjartsýni að uppskeran verði góð en nú þegar eru þau búin að taka upp rúm 200 kíló af radísum.

„Við tókum upp með höndunum í fyrra og það var mikil stemning í kringum það, eins og nokkurs konar vertíð. Fjölskylda okkar tók virkan þátt og nutu þess allir að vera undir berum himni í gulrótagarðinum. Ég á góðar minningar frá bernskuárum mínum í tengslum við haustuppskeru. Föðuramma mín var með græna fingur og þegar ég kom í heimsókn til hennar á haustin bauð hún alltaf upp á nýuppteknar gulrætur og radísur ásamt öðru fersku grænmeti.

Guðmundur er ættaður úr Birtingaholti og þekkir því umhverfið vel. Við erum einnig heppin með það að fjölskylda hans er hér allt í kring, bróðir hans og mágkona eru bændur í Birtingaholti og foreldrar hans eru garðyrkjubændur í Silfurtúni á Flúðum.

Við höfum fengið góða hjálp frá þeim og ráðleggingar sem og lán á tækjum. Annars ætlum við að fjárfesta núna í tækjum og tólum til að auðvelda okkur sáningu og uppskeru. Þannig að við stefnum ótrauð á að halda áfram og síðan verður tíminn að leiða í ljós hvernig þetta þróast allt saman,“ segir Guðný Helga brosandi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...