Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framganga Draupnis frá Stuðlum vakti athygli. Hann hlaut m.a. einkunnina 9 fyrir skeið. Sýnandi er Daníel Jónsson.
Framganga Draupnis frá Stuðlum vakti athygli. Hann hlaut m.a. einkunnina 9 fyrir skeið. Sýnandi er Daníel Jónsson.
Fréttir 6. júní 2016

Hart verður barist um Landsmótsrétt

Hrossaræktarárið 2016 hófst með kynbótasýningu að Sörlastöðum í Hafnafirði daganna 17.–20. maí. Komu þar fram glæsileg hross sem gáfu góð fyrirheit um framfarir og góða stöðu hrossaræktar í landinu. 
 
Átta kynbótasýningar munu fara fram fyrir Landsmót hestamanna en í ár verður í fyrsta sinn fjöldatakmarkanir kynbótahrossa á hátíðina.
 
Alls var 101 hross skráð til dóms á Sörlastöðum en 72 hlutu fullnaðardóm. Hæstu aðaleinkunn hlaut stóðhesturinn Hafsteinn frá Vakursstöðum, undan Álfasteini frá Selfossi og Hendingu frá Hvolsvelli. Hafsteinn hlaut jafnan dóm, 8,70 í aðaleinkunn, 8,63 fyrir sköpulag og 8,75 fyrir kosti. Þar af hlaut hann einkunnina 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, höfuð, samræmi og fótagerð. Hafsteinn, sem er á áttunda vetri, var sýndur af Teiti Árnasyni.
 
Fimm vetra leirljós stóðhestur, Draupnir frá Stuðlum, vakti athygli þegar hann hlaut næsthæstu aðaleinkunn sýningarinnar, 8,68. Draupnir, sem er undan Kiljan frá Steinnesi og heiðursverðlaunahryss­unni Þernu frá Arnarhóli, hlaut 8,55 fyrir sköpulag og 8,77 fyrir kosti. Þar af hlaut hann einkunnina 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Sýnandi Draupnis var Daníel Jónsson.
 
Sömu aðaleinkunn, 8,68, hlaut Organisti frá Horni I, sýndur af Árna Birni Pálssyni. Organisti, sem er undan Ágústínusi frá Melaleiti og Flautu frá Horni I, hlaut 8,39 fyrir sköpulag og glæsilega 8,87 fyrir kosti, þar sem einkunnin 9 var gefinn fyrir flestalla þætti hæfileikadóms.
 
Hæstu einkunn fyrir kosti hlaut Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum, 8,92. Þar af hlaut Álfarinn einkunnina 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9 fyrir tölt, brokk, skeið og fet en sýnandi hans var Bergur Jónsson. Álfarinn er undan Keili frá Miðsitju og heiðursverðlaunahryssunni Álfadísi frá Selfossi, en bróðir hans sammæðra, Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum, undan Orra frá Þúfu var einnig sýndur á Sörlastöðum og hlaut hann 8,33 í aðaleinkunn. Sýnandi Álfgríms var Olil Amble.
 
Hæstu einkunn fyrir sköpulag, 8,72, hlaut Hrókur frá Efsta-Dal II. Hann hlaut 8,40 í aðaleinkunn, 8,19 fyrir kosti. Sýnandi Hróks var Guðmundur Friðrik Björgvinsson.
 
Uppfærð sýningarskrá aðgengileg
 
Kynbótasýningar á Landsmótsári vekja ávallt eftirvæntingu meðal hestamanna enda koma þá alla jafna fram frambærilegustu ræktunarhross landsins. Alls munu 165 kynbótahross koma fram á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní til 3. júlí næstkomandi. Verður það í fyrsta sinn sem fjöldatakmörkun verður sett á þátttökurétt kynbótahrossa á hátíðinni, en horfið hefur verið frá einkunnarlágmörkunum. Þess í stað munu hæst dæmdu hross vorsýninga, skilgreindur fjöldi í hverjum aldursflokki, hljóta þátttökurétt. Miðað við gæði og framgöngu hrossa á fyrstu kynbótasýningu ársins má búast við að hart verði barist um sæti á Landsmóti. 
 
Á heimasíðu WorldFengs má nálgast lista yfir þau hross sem eiga þátttökurétt á Landsmóti, en listinn er í sífelldri uppfærslu meðan á vorsýningum stendur. Ekki þarf að skrá sig inn í WorldFeng til að sjá listann heldur má opna hann með því að smella á „Sýningarskrá fyrir Landsmót 2016“ á heimasíðu upprunaættbókarinnar.
 
Í vikunni fara fram sýningar um allt land. Á Brávöllum á Selfossi eru 132 hross skráð til dóms, 55 hross koma fram á Akureyri og 18 á Fljótsdalshéraði. Í byrjun júní fara svo fram þrjár stórar sýningar, í Borgarfirði, Kópavogi og við Hellu, sem munu að lokum leiða í ljós hvaða ræktunargripir munu láta ljós sitt skína í Skagafirði í sumar.

4 myndir:

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f