Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rannveig var 21 klukkustund að baka, byggja og skreyta piparkökuhúsið. Eftir jólin brýtur Rannveig húsið og hendir því. Hvert smáatriði þarf að vera í lagi en húsið er samsett af u.þ.b. 110 piparkökum, þakskífurnar eru Shreddies morgunkorn og gluggarnir eru gerðir úr brjóstsykri svo eitthvað sé nefnt.
Rannveig var 21 klukkustund að baka, byggja og skreyta piparkökuhúsið. Eftir jólin brýtur Rannveig húsið og hendir því. Hvert smáatriði þarf að vera í lagi en húsið er samsett af u.þ.b. 110 piparkökum, þakskífurnar eru Shreddies morgunkorn og gluggarnir eru gerðir úr brjóstsykri svo eitthvað sé nefnt.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 21. desember 2022

Harry Potter piparkökuhús

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Rannveig Magnúsdóttir leggur metnað í bakstur piparkökuhúss ár hvert. Í ár er það innblásið af Harry Potter.

„Við fjölskyldan erum miklir Harry Potter aðdáendur og því sótti ég innblástur minn í ár til þeirrar töfraveraldar. Fyrirmyndin er heimili Weasley fjölskyldunnar. Húsið í ár var virkilega mikil áskorun og ég var ekki alveg sannfærð um að ég næði að láta það standa. Ég var 21 klukkustund að baka, byggja og skreyta húsið, sem er mitt hæsta hús til þessa, 58 sentímetrar. Það er samsett af um 110 piparkökum, þakskífurnar eru Shreddies morgunkorn og gluggarnir eru gerðir úr brjóstsykri. Ég set húsið saman með „royal icing“, sem samanstendur af eggjahvítu og flórsykri og ég geri jafnframt alla kransa og slaufur frá grunni með sama kremi,“ segir Rannveig.

Rannveig er 38 ára Súgfirðingur en er búsett á Akureyri en þar býr hún með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún er uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt og starfar sem aðstoðarmaður lögmanna á Juris lögmannsstofu.

„Ég hef alltaf haft gaman af alls konar föndri og byrjaði að baka sem lítil stelpa. Ég var vön að hanga í eldhúsinu og fylgjast með mömmu minni og ömmu baka, báðar voru mjög myndarlegar í bakstrinum og þær lögðu mikla áherslu á að kökurnar væru jafnfallegar og þær væru góðar.

Ég ólst þó ekki upp við piparkökuhúsahefðina en ég byrjaði upprunalega á þeim bakstri því ég átti svo lítið af jólaskrauti. Það eru 15 ár frá því að ég gerði mitt fyrsta hús og á hverju ári reyni ég að takast á við nýjar áskoranir og þannig verða húsin yfirleitt tilkomumeiri á hverju ári,“ segir Rannveig aðspurð um áhuga sinn á bakstri og ekki síst á piparkökuhúsum.

Skylt efni: Jól

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...