Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Handprjónaður trefill
Hannyrðahornið 20. mars 2014

Handprjónaður trefill

Nú gengur eins og eldur í sinu nýjasta fyrirbærið af prjóni, sem er handaprjón.
 
Þá eru ekki notaðir prjónar heldur gegna hendurnar hlutverki prjónanna.
 
Erfitt er að lýsa þessu án mynda en hægt er að fara inn á Youtube og sjá þetta þar undir 30 minute scarf arm knitting. 
 
Við notuðum 2 dokkur af tvöföldu Gipsy nr. K210 og 1 dokku af tvöföldu Mossa nr. 2206 í appelsínugula trefilinn.
 
1 dokku af tvöföldu K512 Gipsy blágrænu og 1 dokku af tvöföldu Mossa nr. 2209 í blágræna trefilinn.
 
Í rauða trefilinn notuðum við tvöfalt blúndugarn sem heitir Operadarte rautt á litinn nr. 10.
 
Byrjað er á því að fitja upp eins og venjulega er gert með prjónum upp á hægri hendi 12 lykkjur.
 
Síðan er prjónað fram og til baka garðaprjón af vinstri hendi upp á hægri til skiptis þar til trefillinn er nógu langur.
 
Rauði trefillinn er síðan lykkjaður saman snúinn þar sem hann er lagður um hálsinn.
 
En hinir eru lykkjaðir saman réttir og hafðir tvöfaldir um hálsinn. 
 
Þetta er eitthvað sem allir geta gert þó að þeir hafi ekki mikla æfingu í að prjóna.

50 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...