Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hamrar II
Bóndinn 5. desember 2019

Hamrar II

Auður kaupir jörðina af foreldrum sínum árið 2000 en foreldrar hennar eru Gunnar Jóhannesson frá Hömrum og Kristín Carol Chadwick frá Leeds, Englandi.

Sama ættin hefur búið á Hömrum síðan 1726.

Býli:   Hamrar II í Grímsnesi.

Staðsett í sveit: Keyrt er um Sólheimahring. Hamrar eru austast í hringnum, niður við Hvítá.

Ábúendur: Auður Gunnarsdóttir frá Hömrum og Ingólfur Jónsson frá Miðfelli í Þingvallasveit.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Auður og Ingólfur. Börnin eru Gunnar, 14 ára og Hrafnhildur, 10 ára. Fyrir á Ingólfur þrjár uppkomnar dætur, Silju, Rut og Tinnu.

Gæludýrin eru: Kettirnir Lísa, Nala, Matti og Ólífvera.
Hundarnir eru: Birta, Skotta, Kerling, Skvísa og Larfur.

Stærð jarðar?  Hamrar II eru tæpir 200 ha og tún um 55 ha en jörðin liggur að Hömrum I, sem einnig er nýtt af okkur.

Gerð bús? Sauðfjárbú, hross og verktakastarfsemi ýmiss konar.

Fjöldi búfjár og tegundir? 400 vetrarfóðraðar kindur, 30 hross og 17 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Börnin fara í skólann rétt fyrir átta. Eftir það taka við ýmis verk, mismunandi eftir árstíðum. Þessa dagana er rútínan frekar hefðbundin, gegningar, bókhald  og verktakastarfsemin.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er alltaf leiðinlegt þegar eitthvað bilar í heyskap, þó er heyskapur rosa skemmtilegur í góðu veðri og allt gengur vel.

Svo er það svo merkilegt að þó maður geti orðið mjög þreyttur (eiginlega sjúklega þreyttur) á sauðburði og í smalamennskum, Þá eru það mjög skemmtilegir tímar líka.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaður. Vonandi meiri kraftur í ræktun, bæði á fé og túnum.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við lítum upp til þeirra sem standa vörð um íslenskan landbúnað. Það er ekki auðvelt verk þessa dagana.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Mjög vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Þetta er viðkvæm spurning.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, feti og rabarbarasulta.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Bjúgur, heimagert kjötfars og ærfille.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við munum ekkert eftir neinu sérstöku. En gjafakerfi í fjárhúsin, eftirlitmyndavélar á sauðburði og dróni við smalamennskur. Allt framfarir sem munar mikið um.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...