Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristján Þór Júlíusson, Guðrún S. Tryggvadóttir og Arnar Árnason skrifuðu undir bókun sem fylgir samkomulagi um nýendurskoðaðan nautgripasamning.
Kristján Þór Júlíusson, Guðrún S. Tryggvadóttir og Arnar Árnason skrifuðu undir bókun sem fylgir samkomulagi um nýendurskoðaðan nautgripasamning.
Mynd / TB
Fréttir 26. nóvember 2019

Hámarksverð á greiðslumarki verður þrefalt afurðastöðvaverð

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Hámarksverð á greiðslumarki mjólkur í viðskiptum milli greiðslumarkshafa getur aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleiðenda eins og það er á hverjum tíma. Þetta kemur fram í nýrri bókun sem fulltrúar bænda og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skrifuðu undir seinnipartinn í dag. Einnig var vikið að fyrirkomulagi aðilaskipta á greiðslumarki og reglum um tilfærslu greiðslumarks á milli lögbýla.

Bókunin var afrakstur þess að bændur og ráðherra settust aftur að samningaborði í kjölfar frestunar á atkvæðagreiðslu um endurskoðun nautgripasamnings. Atkvæðagreiðslan hefst í hádeginu miðvikudaginn 27. nóvember og stendur til hádegis 4. desember. 

Framkvæmdanefnd getur gert tillögu um hámarksverð eftir fyrsta uppboðsmarkað

Í bókuninni segir að aðilar séu sammála um mikilvægi þess að verð á greiðslumarki á hverjum tíma stuðli að aukinni verðmætasköpun á bújörðum og hagkvæmni í rekstri. Í samkomulaginu frá 25. október kom fram að ef verðþróun á markaði yrði óeðlileg að teknu tilliti til framboðs, eftirspurnar og aðstæðna að öðru leyti sé ráðherra heimilt, að fenginni tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga, að setja hámarksverð á greiðslumark.

Gert var samkomulag um það að í janúar 2020 muni framkvæmdanefnd búvörusamninga taka afstöðu til þess hvort setja skuli hámarksverð á greiðslumark á fyrsta markaði með hliðsjón af markaðsaðstæðum og tillaga lögð fyrir ráðherra eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þá segir að hámarksverð geti aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleiðenda eins og það er á hverjum tíma. Í dag er afurðastöðvaverð fyrir meðalmjólk til framleiðenda 90,48 kr. á hvern líter. Það þýðir að hámarksverð á greiðslumarki getur hæst orðið rúm 271 króna.

Skerpt á reglum um viðskipti greiðslumarks

Í bókuninni er einnig skerpt á reglum um greiðslumarksviðskipti á milli aðila innan sama lögbýlis og tilfærslu greiðslumarks á milli lögbýla í eigu sama aðila.  Þar segir að aðilar séu sammála um að öll aðilaskipti greiðslumarks mjólkur skuli fara fram á markaði samkvæmt ákvæðum samkomulags frá 25. október 2019. „Þó verður áfram heimilt að staðfesta aðilaskipti á milli aðila innan sama lögbýlis og tilfærslu greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila, enda hafi öll lögbýlin verið í hans eigu fyrir 31. desember 2018.“

Þá verður unnt að staðfesta tilfærslu greiðslumarks milli lögbýla ef framleiðandi, sem er einstaklingur, flytur búferlum með allan sinn rekstur. Þar er átt við að viðkomandi leggi niður rekstur á einu lögbýli í því skyni að hefja hann að nýju á öðru lögbýli, enda sé viðkomandi sannarlega ábúandi á nýju jörðinni, með skráð lögheimili þar og stundi þar búrekstur.

Undir bókunina skrifuðu þau Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, og Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. Ný reglugerð, þar sem allar breytingar sem endurskoðaður nautgripasamningur hefur í för með sér, fer í Samráðsgátt stjórnvalda fyrir hádegi á miðvikudag.

Bókunin er birt orðrétt í heild sinni á vef BÍ, bondi.is.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...