Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hamar
Bóndinn 25. apríl 2018

Hamar

Jakob Pálsson er fæddur og uppalinn á Hamri og tók við rekstri sauðfjárbúsins 1997 af foreldrum sínum, Páli Jakobssyni og Guðrúnu Jónu Jónsdóttur, sem voru þá einnig með kúabú. 
 
Býli:  Hamar.
 
Staðsett í sveit: Barðaströnd á sunnanverðum Vestfjörðum.
 
Ábúendur: Jakob Pálsson og Guðný Matthíasdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Á bænum búa sjö manns, 3 kynslóðir.  Páll Jakobsson og Guðrún Jóna Jónsdóttir, Jakob Pálsson, aðalbóndinn og Guðný Matthíasdóttir ásamt þremur börnum, Páli Kristni, 19 ára,  er í skóla í Reykjavík, Ólafi Sölva, 17 ára, og Steinunni Rún, 14 ára.  
Gæludýr eru kötturinn Styrmir, tíkin Fífa og fjórar kanínur.
 
Stærð jarðar?  Ræktað land 15 hektarar og nógur úthagi og beitiland.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 210 kindur, 7 hrútar, 16 hænur og 3 hanar. Auglýsi hér með tvo hana sem annars verða étnir.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hluti af deginum fer í að keyra yngsta barnið í og úr skóla á Patreksfjörð og síðan farið í fjárhúsin og deginum eytt í hefðbundin störf á bænum. 
Tvisvar í viku vinnur bóndinn í fiskeldi hjá Svenna í Vatnsfirði.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður er alltaf skemmtilegastur og leiðinlegast er þegar vélarnar bila í miðjum heyskap.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ef staða sauðfjárbænda lagast þá verður áframhald á búskap og jafnvel aukið við.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mikið er rætt og sett fram sem er gott en það þarf mikla vinnu til að laga kjör bænda.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Landbúnaðarafurðir frá Íslandi munu verða mjög eftirsóttar vegna hreinleikans í framtíðinni. Við þurfum að gera út á það.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Hreinlega í öllu sem hægt er að rækta og framleiða.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg og pylsur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hefðbundin sunnudagssteik, lambalæri með brúnuðum kartöflum og rabarbarasultu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar gelmingur bar þremur lömbum var sérstakt og svo þegar bóndinn stakk sig á nagla í stíuhlera og fékk slæma blóðeitrun og lá í viku á sjúkrahúsi yfir háannatímann í fjárragi.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...