Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir rekur nú tvær garðyrkjustöðvar nálægt Flúðum, Gróður á Hverabakka og Mela, og ræktar nú grænmeti í rúmlega 9.000 fm af gróðurhúsum. Með kaupum á Melum fylgir einnig rekstur Litlu bændabúðarinnar.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir rekur nú tvær garðyrkjustöðvar nálægt Flúðum, Gróður á Hverabakka og Mela, og ræktar nú grænmeti í rúmlega 9.000 fm af gróðurhúsum. Með kaupum á Melum fylgir einnig rekstur Litlu bændabúðarinnar.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 2. nóvember 2023

Halla kaupir Mela

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir hefur fest kaup á garðyrkjustöðinni Melum á Flúðum og er tekin við rekstri stöðvarinnar af Guðjóni Birgissyni og Sigríði Helgu Karlsdóttur.

Með kaupunum fylgir einnig rekstur Litlu bændabúðarinnar á Flúðum. Fyrir á og rekur Halla garðyrkjustöðina Gróður á Hvera- bakka þar steinsnar frá.

Á Hverabakka hefur framleiðsla sólskinstómata verið undirstaða reksturs auk útiræktunar á selleríi og káli. Á Melum hefur verið ræktað fjölbreytt grænmeti en Halla hyggur fyrst um sinn á að rækta alfarið gúrkur þar, þó áfram verði aðrar tegundir í mun minna mæli ætlaðar fyrir Litlu bændabúðina.

„Það er ákveðin hagræðing í stærðinni. Ég sá ekki fram á að geta snögglega aukið framleiðsluna mína með því að fara út í stórar framkvæmdir á Hverabakka. Ég heyrði af því að þau væru að íhuga að selja og sá því mikil tækifæri í að sameina rekstur á stöðvunum,“ segir Halla Sif, en með kaupunum stækkar umfang starfsemi hennar ríflega. Starfsmannafjöldi fer úr tæp tíu í rúmlega tuttugu stöðugildi yfir allt árið, sem svo tvöfaldast á sumrin.

„Þetta er rúmlega tvöföld stækkun á framleiðslu í gróðurhúsum. Auk þess tek ég við rekstri verslunarinnar. Svo er það útiræktunin,“ segir hún en hikar.

„Ég er þó tvístígandi um framtíð útiræktunar sem stendur. Ég er ekki að sjá að það sé mikil framlegð í henni eins og staðan er í dag, ekki nema að hækka verðið talsvert. Þá er vinnan í kringum útiræktunina mjög mikil og bitnar hún alltaf eitthvað á starfsemi gróðurhúsanna, sem eru þó undirstaða rekstursins. Ég tek til dæmis ekki neitt af mínum launum út úr útiræktuninni.“

Samspil sem gengur ekki upp

Ástæðurnar telur hún margþættar, framleiðsla útiræktaðs grænmetis kalli á mikinn starfsmannafjölda og veðrið spili stóran þátt í ræktuninni. Þannig hefðu þurrkar sumarsins orðið til þess að bændur bjuggust við uppskeru síðar en venjulega, sem leiddi til þess að innflutningur verslana á grænmeti stöðvaðist síðar. Á Melum var ræktun blómkáls aukin til að fylla upp í eftirspurn en einhver hluti þess náði ekki á sölu og skemmdist.

Frá síðustu uppskeru blómkáls í haust. Um 6-8 kíló rúmast í einum kassa.

„Neytendur eru kröfuharðir líka, þeir vilja að það sé alltaf til blómkál í búðum og verslanir eru ekkert tilbúnar að taka á sig að það sé kannski blómkálslaust í einhverja daga til að vera tilbúnar með rými fyrir okkur. Þetta bitnar á öllum í keðjunni. Framleiðendur vilja koma sínum vörum að, svo frétta neytendur að það er komin íslensk uppskera af blómkáli, kjósa það frekar og kaupa því ekki þetta innflutta til að klára það úr búðunum til að skapa rými fyrir okkar framleiðslu, svo þetta verður algjör hringavitleysa.“
Hún veltir einnig fyrir sér hvort verðhækkanir hafi haft áhrif á verslanir og neytendur.

Útiræktun grundvallarmál

Halla segir ástandið eins þvert yfir allar þær tegundir sem hún hefur verið að rækta úti en nú liggi hún yfir tölum og þurfi að taka ákvörðun á allra næstu vikum hvort hún muni stunda einhverja útiræktun næsta sumar.

„Ég veit ekki hvort ríkið sé eitthvað tilbúið að stíga meira inn í þetta, til að styðja bændur. Ef þetta er eitthvað sem við viljum vera að gera á Íslandi. Þetta er pínu prinsippmál fyrir mér að við séum að rækta grænmeti úti. Við erum bara ekkert á sérstaklega góðum stað til þess. Það er ekki eins og við getum fært okkur til um breiddargráður. Við erum með betri kröfur á vinnumarkaði um aðbúnað starfsmanna, launakröfur eru allt öðruvísi en í löndunum í kringum okkur og stöðvarnar úti eru reknar með meiri stærðarhagkvæmni og fyrir stærri markaði. Ég veit ekki hvað við getum gert. Sjálf vil ég ekki vera að rækta vöru sem þarf að vera á miklu hærra verði, ég vil að varan sé aðgengileg fyrir alla.“

Bjartsýn þrátt fyrir þunga vaxtabyrði

Þó Halla viðurkenni fúslega að kaup á annarri garðyrkjustöð sé nokkuð djörf ákvörðun segist hún skuldbundin framleiðslu grænmetis og er stórhuga á framtíðina. „Ég vil og ætla mér að starfa við þetta og ég vil geta fundið leiðir til að auka framleiðsluna.“

Hún segir því drauminn að byggja við stöðina þegar betur árar á markaðnum. „Vaxtarumhverfi á lánunum mínum eru ekkert frábær í augnablikinu en ég bind miklar vonir við að eftir tvö eða þrjú ár verði ástandið betra. Ég held að með því að sameina rekstur stöðvanna þá nái ég að styrkja rekstur stöðvanna aðeins og hagræða í aðfanga- og launakostnaði en hingað til hef ég einbeitt mér að því að reyna að auka framleiðsluna örlítið með breytingum sem kosta ekki of mikið. En ný gróðurhús til að rækta meira í er draumurinn, því það er gat á markaðnum fyrir vörur sem fólk vill.“

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f