Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Bændurnir þekkja kostina sem hún hefur og áhugann á sameiningarmættinum í samfélaginu. Og ekki er verra að hún kann að spila á harmonikku og stýra fjöldasöng,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir.
„Bændurnir þekkja kostina sem hún hefur og áhugann á sameiningarmættinum í samfélaginu. Og ekki er verra að hún kann að spila á harmonikku og stýra fjöldasöng,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir.
Mynd / úr safni BBL
Lesendarýni 31. maí 2024

Halla Hrund er forseti fyrir framtíðina

Höfundur: Kristín Vala Ragnarsdóttir, stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur til embættis forseta Íslands og prof.emeritas

Þegar Halla Hrund bauð sig fram til forseta var ég ekki lengi að ákveða að hún væri minn frambjóðandi. Hún er klár, vel menntuð, vel innrætt, einlæg, hlý, réttsýn og hefur mikla reynslu miðað við aldur.

Seinna, þegar ég fór að leggja við hlustir og greina orðræðuna um Höllu Hrund, sá ég margt sem mér finnst mikilvægt. Í sjónvarpsspjalli tók ég eftir að blaðamaður hafði verið að tala við vin sinn sem er bóndi og var staddur á bændaþingi í Evrópu með öðrum bændum. Í kjölfar frétta um forsetaframboð snerist umræðan hjá íslensku bændunum í ferðinni vitanlega um hvern þeir vildu fá sem forseta. Umræðan var fyrst út og suður. Margir frambjóðendur voru nefndir sem ásættanlegir kostir. En eftir nokkra daga höfðu allir orðið sammála um að Halla Hrund væri þeirra frambjóðandi. Og ég hugsaði: Áhugavert – bændur fyrir Höllu Hrund! En ef til vill er þetta ekki skrýtið. Bændur á Síðu hvöttu hana í forsetaframboð – í sveitinni þar sem hún var í öll sumur sem stelpa og hún tekur enn þátt í leitum á haustin. Bændurnir þekkja kostina sem hún hefur og áhugann á sameiningarmættinum í samfélaginu. Og ekki er verra að hún kann að spila á harmonikku og stýra fjöldasöng.

En það eru ekki bara bændur sem styðja Höllu Hrund. Á lista yfir fleiri hundruð stuðningsmenn sem hafa skráð sig inn í sjálfboðavinnu fyrir forsetaefnið – og ég hef rýnt í – er allt litróf samfélagsins, frá trillukörlum til hársnyrta, frá bílstjórum til frumkvöðla. Fólk er til í allt – bakstur, vakta kosningaskrifstofu, skrifa greinar, greina umræðuna, leiðrétta málfar, skutla, hringja út. Nefndu það, og ég get án vafa fundið einhvern á stuðningsmannalistanum sem hefur boðið fram slíka þekkingu eða aðstoð. Grasrótin er að rísa upp, segja margir, og mér finnst gaman að vera með í átakinu.

Svo fór ég að skoða ummæli um Höllu Hrund á samfélags- og prent- miðlum og þau eru afar skýr. Það er jákvætt að hún hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum finnst mér og mörgum öðrum. Sem orkumálastjóri hefur hún tekið málstað almennings, að hún muni sem forseti tala fyrir samvinnuverkefnum á sviði orku, tækni og sjálfbærni. Hún hefur þá sýn að auðlindir landsins nýtist ekki einungis þessari kynslóð, heldur einnig komandi kynslóðum. Og ef í harðbakkann slær, þegar bil verður á milli þings og þjóðar, telur hún að forseti eigi að stíga inn og gefa þjóðinni rödd í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sem persóna hefur Halla Hrund allt til að bera sem frábær forseti – hefur verið sett fram á miðlum landsins: fallega útgeislun, hlýju, jákvæðni, hógværð, greind og atorkusemi. Hún er líka mjög þjóðleg, hefur óflekkað mannorð og kemur vel fyrir. Fjölskyldan er henni mjög kær og maðurinn hennar, Kristján Freyr Kristjánsson, styður dyggilega við bakið á henni. Að margra mati er Halla Hrund sá frambjóðandi sem þjóðin getur sameinast um og fundist vera sinn sanni forseti. Hún smýgur inn í þjóðarvitundina, hún komi eins og ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta. Og skoðanakannanir sýndu strax að fylgi Höllu Hrundar jókst í veldisvexti á einungis tveimur vikum. Í byrjun þessarar viku var hún enn og aftur hæst í skoðanakönnun Prósents.

Halla Hrund er einmitt frambjóðandi sem þjóðin getur sameinast um. Þetta er mikilvægt. Í nýlegri skoðanakönnun Maskínu hefur Halla Hrund fengið nálægt 30% fylgi allra flokka utan eins og í nýjustu skoðanakönnun Prósents er hún með um og yfir 30% fylgi meðal stuðningsmanna átta flokka. Í okkar litla landi þar sem er mikil pólitísk sundrung er einmitt mikilvægt að kjósa forseta sem allur pólitíski skalinn getur hugsað sér sem sameiningartákn þjóðarinnar.
Á framboðssíðu Höllu Hrundar má lesa að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. „Ég ólst upp í blokk í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Ég ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vil ég halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit – fyrir framtíðina.“

Það er þetta látleysi og skýra sýn á réttlæti og framtíðina með almannahagsmuni í huga sem stuðningsfólk hennar talar um sem góða kosti forseta. Halla Hrund tekur einnig fram á framboðssíðu sinni að hún hafi alist upp við þau gildi að mikilvægt sé að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt sé hægt. Í embætti forseta Íslands vill hún halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu þjóðarinnar, náttúruna, menninguna og hugvitið – fyrir framtíðina. Hún vill leggja sitt af mörkum til að fjölga tækifærum öllum til handa, heima og heiman, efla samkennd og samstöðu þjóðarinnar, hlúa að sjálfbærri og friðsælli framtíð – með almannahagsmuni að leiðarljósi.

Forseti þarf að hafa reynslu af því að búa á erlendri grund og kynna sér nýja hugsun og menningu. Halla Hrund lærði stjórnmála- og stjórnsýslufræði á Íslandi og í Bandaríkjunum og hefur góða yfirsýn yfir áskoranir nútíðar og framtíðar. Hún hefur unnið að samvinnuverkefnum sem tengjast orku- og auðlindamálum hér heima og á alþjóðavísu. Hún rak á tímabili Orkuskóla H.R. og hefur verið orkumálastjóri sl. 3 ár. Af reynslu á erlendri grund má nefna að hún er meðstofnandi norðurslóðaframtaksins (e. Arctic Initiative) við hinn virta John F. Kennedy School of Government við Harvardháskóla og hún stofnaði Nýsköpunarstofu norðurslóða (e. Arctic Innovation Lab) til að hvetja til nýsköpunar í viðskiptum og samfélagslegri starfsemi á norðurslóðum. Halla Hrund kom að nýsköpunarverkefni á vegum OECD í Togo í Afríku og hún er meðstofnandi félagasamtakanna Stelpur fyrir stelpur (e. Girls4Girls), sem er alþjóðlegt mentoraprógramm sem miðar að því að ungar konur öðlist hugrekki, framtíðarsýn og færni til að taka forystu á opinberum vettvangi.

Halla Hrund kann að laða fólk að sér, hlusta, koma verkefnum í höfn og mun sem forseti verða bændum sem og öðrum landsmönnum öflugur liðsmaður og til sóma bæði heima og heiman. Vegna alls þess sem er talið hér að ofan er Halla Hrund minn forsetaframbjóðandi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...