Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hákarl, smörgastarta, frikadellur og surströmming
Mynd / skjáskot - vefur Nordic Food in Tourism
Fréttir 29. september 2021

Hákarl, smörgastarta, frikadellur og surströmming

Höfundur: Ritstjórn

Nordic Food in Tourism  er samstarfsverkefni átta Norðurlandaþjóða sem hafa unnið að framtíðargreiningu matvæla í ferðaþjónustu á árunum 2019-2021 og er styrkt af norrænu ráðherranefndinni. Til að kynna niðurstöður verkefnisins og dýpka skilning er efnt til ráðstefnu á Egilsstöðum 30. september.

Um 250 gestir víðsvegar að úr heiminum hafa nú þegar skráð sig en bæði er hægt að mæta á svæðið og fylgjast með úr fjarlægð í gegnum stafræna miðla.

Straumar og stefnur í norrænni matvælaframleiðslu

Á ráðstefnunni verður fjallað um strauma og stefnur sem tengjast matvælaframleiðslu, mataræði og mat í ferðaþjónustu. Rýnt verður í breytingar og tækifæri sem felast í norrænum mat, sjálfbærum lífsstíl og matarupplifunar innan ferðaþjónustu ásamt því að gestum verður að boðið að smakka góðgæti úr nærsamfélagi Austurlands.

Þótt mikið hafi verið skrifað um framtíð matvælaframleiðslu annars vegar og ferðaþjónustu hins vegar er frekar fátítt að spyrða þessar tvær atvinnugreinar saman sem órjúfanlega þræði sjálfbærrar ferðaþjónustu.

Líkt og gestirnir koma fyrirlesarar víða frá og verða því allir fyrirlestrar á ensku. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna en hægt er að gera það á heimasíðu verkefnisins www.nordicfoodintourism.is

Íslenski ferðaklasinn, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leiða verkefnið.

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...