Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hagur kúabúa vænkast
Fréttir 27. september 2024

Hagur kúabúa vænkast

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hagnaður kúabúa jókst milli áranna 2022–2023 og skuldahlutfall þeirra fer lækkandi, samkvæmt fyrstu tölum í uppgjöri á rekstri kúabúa sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekur saman.

Tölurnar byggja á uppgjöri 120 kúabúa en mjólkurframleiðsla þeirra nam 46,2 milljónum lítra árið 2023. Viðbótargreiðslur sem samþykktar voru í ríkisstjórn í desember 2023 og afurðaverðshækkanir eru helstu ástæður aukins hagnaðar.

„Viðbótargreiðslurnar voru annars vegar 500 milljónir króna á innvegna mjólk fyrstu 11 mánuði þess árs og hins vegar viðbótargreiðslur á nýliðunar- og fjárfestingastuðning, sem reiknast að meðaltali 5,3 kr/ltr skv. uppgjöri þessara 120 kúabúa. Rétt er að benda á að sá stuðningur var greiddur á grunni umsókna um fjárfestinga- og nýliðunarstuðning og þar með mjög misjafnt hvort og hve háar fjárhæðir voru greiddar til bænda,“ segir í frétt frá RML.

Breytilegur kostnaður hækkar lítillega milli ára en kostnaður vegna áburðar lækkar, sem skýrist af lækkun verðs og minni áburðarkaupum. Fóður og aðkeypt þjónusta hækkar á móti.

„ Framlegðarstig búanna hækkar í um 54% og hlutfall rekstrarafgangs (EBITDA) af heildarveltu fer yfir 30%. Skuldahlutfall búanna fer lækkandi og stendur nú í 1,5 en fjármagnsliðir fara vaxandi og eru komnir í 14,7% af heildartekjum búanna og hafa hækkað verulega í krónum talið,“ segir jafnframt í frétt RML.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...