Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er garð- og skógarplöntustöðvar, ræktun, sala og ráðgjöf til viðskiptavina auk þess að aðstoða við tilraunir og rannsóknir.
Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er garð- og skógarplöntustöðvar, ræktun, sala og ráðgjöf til viðskiptavina auk þess að aðstoða við tilraunir og rannsóknir.
Á faglegum nótum 27. maí 2020

Hagnýtt og áhugavert nám

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Garð- og skógarplöntur eru fjölbreyttur hópur plantna sem landsmenn nota til að prýða garða, opin svæði og lóðir við stofnanir og fyrirtæki, sem og trjáplönturnar sem notaðar eru til að rækta skóga framtíðar.

Til að ná árangri í framleiðslu þessara tegunda þarf sérþekkingu sem ekki er á færi leikmanna og framleiðslan gerir auk þess sérstakar kröfur um ræktunaraðstöðu og tækni. Ræktun þessa fjölbreytta gróðurs er kennd á námsleið um garð- og skógarplöntuframleiðslu á Garðyrkjuskóla LBHÍ á Reykjum í Ölfusi. Þar starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af framleiðslu og notkun þeirra.

Til að ná árangri í framleiðslu plantna þarf sérþekkingu og framleiðslan gerir sérstakar kröfur um ræktunaraðstöðu og tækni.

Fjölbreytt og skemmtilegt nám

Á námsleiðinni Garð- og skógarplöntuframleiðsla eru kennd grunnfög garðyrkjunnar, til að mynda grasafræði, plöntulífeðlisfræði, almenn ylræktun og jarðvegs- og áburðarfræði, en einnig sérfög í framleiðslu garð- og skógarplantna. Sérstaklega er kennd plöntuþekking og framleiðsluferli hinna ýmsu tegunda. Áherslur í námi á Reykjum tengjast umhverfisvernd og sjálfbærni og er þar m.a. stuðst við gildi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og tekið mið af sérstöðu Íslands varðandi gróðurfar, verndun náttúrugæða og möguleika í vali á hinum ýmsu tegundum.

Vistfræði er kynnt og einnig markaðsfræði og skipulag og stofnun garðyrkjustöðva. Sérstakur áfangi um ræktun ávaxtatrjáa er kenndur og sömuleiðis torf- og grjóthleðslur, trjáklippingar og trjáfellingar. Útskrifaðir nemar hafa fengið góða innsýn í skógrækt, landnotkun, verndun lífríkis og garðyrkju í sátt við umhverfið.

Garðplöntur í gróðurhúsi.

Starfsvettvangur víða í samfélaginu

Námið á Reykjum er blanda bóknáms og verknáms. Bóknámið skiptist í 4 annir en verknám fer fram á viðurkenndum verknámsstöðum. Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er garð- og skógarplöntustöðvar, plönturæktun, sala og ráðgjöf til viðskiptavina auk þess að aðstoða við tilraunir og rannsóknir. Fjarnám er í boði á þessari námsbraut. Þá tekur námið að jafnaði 8 annir, auk verknáms.

Útskrifaðir nemar eru eftirsóttir sem verkstjórar og ræktunarstjórar og starfa auk plöntuframleiðslu við garðyrkjustörf hjá bæjar- og sveitarfélögum. Námið veitir góðan grunn að framhaldsnámi erlendis. Einnig eru möguleikar í stofnun nýrra fyrirtækja í framleiðslu garð- og skógarplantna.

Kennslan hefst í ágústlok 2020 og er hægt er að sækja um nám á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands: lbhi.is. Kennslan fer fram á garðyrkjuskóla LBHÍ á Reykjum í Ölfusi. Umsóknarfrestur er til 15. júní.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...