Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hagi
Bóndinn 27. júlí 2021

Hagi

Hagi er landnámsjörð og kirkjustaður og afi Haraldar Bjarnasonar keypti hana upp úr aldamótunum 1900. Þar var blandað bú þangað til fé var skorið niður árið 1982.

Einnig er hlunnindabúskapur í Haga, egg og dúnn. Líka var þar um tíma refabú og fiskeldi og grásleppuveiðar voru stundaðar hér
í áratugi.

Ábúendurnir Haraldur og María Úlfarsdóttir voru í sambýli við foreldra Haraldar í nokkuð mörg ár en tóku alveg við fyrir um það bil 15 árum. Þau hafa aukið við kvótann og gert endurbætur á fjósi í þeirra búskapartíð.

Býli:  Hagi.

Staðsett í sveit: Á Barðaströnd í Vesturbyggð.

Ábúendur: Haraldur Bjarnason og María Úlfarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 3 börn, Kristínu Ingunni, 37 ára, Freyju Rós, 34 ára og Kristófer Þorra, 29 ára, en öll eru þau flutt að heiman. Svo eigum við hana Títu okkar sem er 12 ára tík.

Stærð jarðar? Eitthvað um 7.000 ha.

Gerð bús? Kúabú og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár og framleiðslumagn? Mjólkuframleiðsla er um 200.000 lítrar. Nokkrir skrokkar á ári fara í nautakjötsframleiðslu. Svo erum við með tvö sumarhús í ferðaþjónustu.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Við förum í fjósið kl. 7 og svo er ýmislegt sem tilheyrir almennum bústörfum og þrif á sumarhúsunum. Mjaltir eru svo aftur kl. 17.30 og eftir það reynum við að gera sem minnst – en það virkar ekki alltaf.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að vera í heyskap í góðu veðri með allar vélar í lagi.
Girðingavinna er ekki ofarlega á vinsældalistanum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en trúlega með meiri áherslu á ferðaþjónustuna.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Ef vel er haldið á spöðunum þá má örugglega auka framleiðslu á flestum sviðum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Rjómi, skyr og ostur, grænmetissósa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautalund hjá frúnni en selur hjá eiginmanninum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar mjaltabásinn var tekinn í notkun árið 2000.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...