Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Haförn
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 12. desember 2022

Haförn

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Haförn, ótvíræður konungur íslenskra fugla. Stærsti og jafnframt sjaldgæfasti ránfugl landsins með yfir 2 metra vænghaf. Vængirnir eru breiðir, ferhyrndir og eru ystu flugfjaðrirnar vel aðskildar. Þetta gerir þá auðgreinda á flugi, jafnvel úr mikilli fjarlægð þar sem þeir svífa þöndum vængjum í leit að bráð.

Ernir verða ekki kynþroska fyrr en 4-5 ára gamlir og parast fyrir lífstíð. Falli annar makinn frá getur það tekið mörg ár að finna annan maka. Varp og ungatími er nokkuð seinlegt ferli hjá erninum. Varpið hefst í apríl og verpa þeir oftast einu eggi en stundum tveimur eða jafnvel þremur. Oft kemst þó ekki nema 1 ungi á legg og hjá sumum fuglum misferst varpið jafnvel alveg. Ungarnir eru 35-40 daga að klekjast úr. Fyrstu 5-6 vikurnar eru ungarnir alveg háðir því að foreldrarnir mati þá. Þeir verða síðan ekki fleygir fyrr en um 10 vikna gamlir. Íslenski haförninn var nánast útdauður um 1960 en þá voru ekki nema 20 pör eftir þrátt fyrir að hafa verið alfriðaður um 1913. Síðan þá hefur stofninn vaxið en vegna þess hversu seint þeir verða kynþroska og fáir ungar komast á legg ár hvert er vöxturinn mjög hægur. Nú í dag er stofninn um 80-90 pör og á fjórða hundrað fuglar en stór hluti þeirra eru ungfuglar.

Skylt efni: fuglinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...