Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá bændum
Mynd / Karólína í Hvammshlíð
Líf og starf 2. maí 2022

Hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá bændum

Höfundur: smh

Fyrstu lömbin á þessu vori hafa nú litið dagsins ljós og þótt langflestar ær beri hjálparlaust er góð burðarhjálp lykilatriði í sauðburði.

Fyrir tveimur árum síðan var opnuð YouTube-rásin „Leiðbeiningarefni um burðarhjálp“, ætluð byrjendum, lengra komnum og þaulreyndum bændum. Í fyrravor bættust við myndbönd á ensku og þýsku – og enn hefur verið bætt við myndbandasafnið sem hefur fengið góðar viðtökur bænda.

Það voru þau Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð og Axel Kárason dýralæknir sem fóru af stað með verkefnið árið 2019. „Við höfum nú bætt aðeins við ensku myndböndin, en þessi myndbönd á ensku og þýsku eru sérstaklega gerð fyrir erlent aðstoðarfólk sem kemur að sauðburði,“ segir Karólína.

Aftur á bak.

Reynsla er eitt en góð leiðbeining annað

„Reynsla er eitt, en góð leiðbeining til að læra er annað. Myndbönd henta einstaklega vel til þess – því er gott að minna á Youtube-rásina. Við höfum gert myndbönd um svo gott sem öll hugsanleg burðarvandamál og uppákomur á sauðburði, alls eru 23 í dag á íslensku, fimmtán myndbönd í boði á þýsku og níu á ensku.

Upptökur á fleiri en tíu sauð­fjárbúum og svo sýnikennsla með lambalíkön og mjaðmagrind í raunstærð útskýra hvað er að gerast og hvað á að hafa í huga. Ekki síst er hægt að finna út hvað er að – skref fyrir skref – með svokölluðu ákvarðanatré bæði á íslensku og og þýsku. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti verkefnið ásamt fjölmörgum landbúnaðartengdum fyrirtækjum,“ segir Karólína.

Stórt lamb.

Ákvörðunartré

Myndböndin byggjast upp á ákvörðunartré, þar sem hægt er að finna út hvert vandamálið er í skrefum. Grunnur myndbandanna eru upptökur sem Karólína gerði á nokkrum sauðfjárbúum, aðallega Grænumýri, Halldórsstöðum, Stafni, Steinnesi og Sölvabakka. Axel notar lambalíkön og mjaðmagrind í raunstærð til að útskýra hvað er að gerast inni í kindinni.

Yfirlit yfir allar slóðir

Myndefni óskast um sérstaka aðferð

Ef hornin eru það stór að maður kemur haus ekki fram fyrir grind með fætur í burðarliðnum, er hægt að binda band í báða fætur (svo það hrökkvi ekki fram af!) en samt þannig að það skaði ekki fætur, ýta fótum varlega inn og niður fyrir svo að höfuð fái allt plássið, kippa höfði fram fyrir grind og svo varlega smeygja fótum meðfram og tosa það þannig út. Þórdís Halldórsdóttir benti á þessa aðferð sem þónokkrir bændur nota en er lítið talað um.

Karólínu og Axel vantar myndefni af raunverulegri uppákomu af þessu tagi til að dreifa þekkingu um þessa aðferð víðar. Best að senda Karólínu skilaboð á Facebook.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f