Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hæsta viðbúnaðarstig
Utan úr heimi 14. mars 2023

Hæsta viðbúnaðarstig

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skætt afbrigði fuglaflensu, sem geisað hefur í Evrópu síðan haustið 2021, heldur áfram að breiðast út.

Talið er að yfir 58 milljónir alifugla hafi sýkst í Bandaríkjunum á síðasta ári. Fuglaflensa hefur valdið dauða ótalinna fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim.

Á vef Matvælastofnunar segir að í gildi sé hæsta viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hér á landi og sérstakar reglur um sóttvarnir í gildi.

Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vakti nýlega athygli á að það afbrigði fuglaflensuveirunnar sem mest ber á um þessar mundir, H1N5, geti mögulega farið að aðlagast spendýrum og fólki. Um þetta er jafnframt fjallað í nýjustu stöðuskýrslu Matvælaöryggisstofnunar Evrópu um fuglaflensu þar sem segir að í þeim fuglaflensuveirum sem greinst hafa í húsdýrum og villtum spendýrum sjáist erfðafræðileg merki um aðlögun að þessum dýrum.

Dauðsfall í Kambódíu

Samkvæmt frétt á Reuters fyrir skömmu lést ellefu ára gömul stúlka í Kambódíu eftir að hafa smitast af H5N1 afbrigði fuglaflensunnar. Að minnsta kosti tólf úr nærumhverfi stúlkunnar hafa greinst með veiruna og er það í fyrsta sinn í landinu sem fuglaflensa hefur greinst í fólki.

Fuglaflensufaraldur í Bandaríkjunum

New York Times sagði frá því fyrir stuttu að fuglaflensa hefði herjað í Bandaríkjum Norður-Ameríku frá því snemma á síðasta ári og talið er að hún hafi sýkt meira en 58 milljón alifugla í 47 ríkjum, auk ótalinna villtra fugla. Flensan hefur einnig verið greind í villtum spendýrum eins og þvottabjörnum, refum, minkum og skógarbjörnum í Norður-Ameríku.

Sérfræðingar í sóttvörnum í Bandaríkjunum eru varkárir í tali þegar þeir tala um möguleg smit flensunnar í fólk og segja það sjaldgæft en mögulegt. Á sama tíma hafa þeir hvatt lyfjafyrirtæki til að hefja rannsóknir og framleiðslu á bóluefni fyrir fólk gegn fuglaflensu.

Fjöldi fólks í alifuglaeldi þar sem fuglaflensa hefur komið upp er vaktað og á einni viku komu upp 163 tilfelli sem sýndi einkenni flensunnar en aðeins einn reyndist sýktur.

Tilraunir hafa verið gerðar með bólusetningu alifugla og í gangi eru viðræður milli yfirvalda dýraheilbrigðis og fulltrúa kjúklingabænda um að bólusetja alla alifugla gegn flensunni. Andstæðingar bólusetningarinnar segja að með henni takmarki Bandaríkin möguleika sína á útflutningi alifugla og það muni draga úr tekjum framleiðendanna.

Ýtrustu sóttvarnir

Á heimasíðu Mast eru íslenskir alifuglaeigendur minntir á að gæta ýtrustu sóttvarna og tilkynna um grunsamleg veikindi eða aukningu í dauða alifugla án tafar til Matvælastofnunar. Almenningur er beðinn um að halda áfram að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar.

Þar segir að fuglaflensan hafi greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt hér á landi. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað.

Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau.

Skylt efni: fuglaflensa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...