Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hæsta tré Asíu, 102,3 m hár himalaja- sýpris í Yarlung Zangbo-gljúfrinu í suðvesturhluta Kína.
Hæsta tré Asíu, 102,3 m hár himalaja- sýpris í Yarlung Zangbo-gljúfrinu í suðvesturhluta Kína.
Mynd / CGTN
Utan úr heimi 6. september 2023

Hæsta tré Asíu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Lengi var svonefnt Menara-tré (Shorea faguetiana) í Malasíu talið hæsta tré álfunnar, 100,8 metrar á hæð en metið hefur sem sagt verið slegið og gerðist það nýlega, samkvæmt frétt frá Pekingháskóla.

Strandrauðviður (Sequoia semper- virens), einnig nefnd strandrisafura, í Ameríku, er talin hæsta núlifandi trjátegund jarðar.

Kortlagt með dróna

Í maí sl. var svæði með þyrpingu himalajasýpristrjáa kortlagt vandlega með dróna, af teymi vísindamanna frá háskólanum í Peking og Xizijiang- og Shan Shui náttúruverndarmiðstöðvunum, með stuðningi skógræktar- og graslendisstofnunar Kína. Dróninn bar bæði LiDAR mælitæki og þrívíðan leysisskanna til mælinganna.

Það var Li Cheng frá Xizijiang-stöðinni sem fyrst uppgötvaði trjáþyrpinguna. Þessi uppgötvun hefur brugðið nýju ljósi á heimildir um hæstu tré Asíu. Þyrpingin í Yarlung Zangbo-gljúfrinu er á svæði þar sem hæstu tré Kína er að finna og þéttleiki þeirra er hvað mestur.

Þarna eru, auk hins 102,3 metra háa himalajasýpriss, fjöldi risatrjáa yfir 85 metra að hæð og tilgreint að í það minnsta 25 þeirra séu hærri en 90 metrar.

Í hæsta verndarflokki

Himalajasýpris er í hæsta verndarflokki plöntutegunda í Kína og sjaldgæfur í villtri náttúru. Samkvæmt fregn Pekingháskólans vonast rannsóknarteymið sem fann hæsta tré Asíu til að koma á fót langtímaeftirliti og -rannsóknum á himalajasýpris í landinu.
Rúmlega 30 metra há íslensk sitkagrenitré

Hæstu tré Íslands eru rúmlega 30 metra há sitkagrenitré en hæsta tré sem hefur verið mælt á jörðinni fyrr og síðar mun vera 133 metra hátt myrtutré. Til gamans má geta þess að í sanskrít merkir orðið „himalaja“ það sama og „ísland“.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f