Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hæsta tré Asíu, 102,3 m hár himalaja- sýpris í Yarlung Zangbo-gljúfrinu í suðvesturhluta Kína.
Hæsta tré Asíu, 102,3 m hár himalaja- sýpris í Yarlung Zangbo-gljúfrinu í suðvesturhluta Kína.
Mynd / CGTN
Utan úr heimi 6. september 2023

Hæsta tré Asíu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Lengi var svonefnt Menara-tré (Shorea faguetiana) í Malasíu talið hæsta tré álfunnar, 100,8 metrar á hæð en metið hefur sem sagt verið slegið og gerðist það nýlega, samkvæmt frétt frá Pekingháskóla.

Strandrauðviður (Sequoia semper- virens), einnig nefnd strandrisafura, í Ameríku, er talin hæsta núlifandi trjátegund jarðar.

Kortlagt með dróna

Í maí sl. var svæði með þyrpingu himalajasýpristrjáa kortlagt vandlega með dróna, af teymi vísindamanna frá háskólanum í Peking og Xizijiang- og Shan Shui náttúruverndarmiðstöðvunum, með stuðningi skógræktar- og graslendisstofnunar Kína. Dróninn bar bæði LiDAR mælitæki og þrívíðan leysisskanna til mælinganna.

Það var Li Cheng frá Xizijiang-stöðinni sem fyrst uppgötvaði trjáþyrpinguna. Þessi uppgötvun hefur brugðið nýju ljósi á heimildir um hæstu tré Asíu. Þyrpingin í Yarlung Zangbo-gljúfrinu er á svæði þar sem hæstu tré Kína er að finna og þéttleiki þeirra er hvað mestur.

Þarna eru, auk hins 102,3 metra háa himalajasýpriss, fjöldi risatrjáa yfir 85 metra að hæð og tilgreint að í það minnsta 25 þeirra séu hærri en 90 metrar.

Í hæsta verndarflokki

Himalajasýpris er í hæsta verndarflokki plöntutegunda í Kína og sjaldgæfur í villtri náttúru. Samkvæmt fregn Pekingháskólans vonast rannsóknarteymið sem fann hæsta tré Asíu til að koma á fót langtímaeftirliti og -rannsóknum á himalajasýpris í landinu.
Rúmlega 30 metra há íslensk sitkagrenitré

Hæstu tré Íslands eru rúmlega 30 metra há sitkagrenitré en hæsta tré sem hefur verið mælt á jörðinni fyrr og síðar mun vera 133 metra hátt myrtutré. Til gamans má geta þess að í sanskrít merkir orðið „himalaja“ það sama og „ísland“.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...